Myndaðu samband við viðskiptavini með Mailchimp
Hámarkaðu árangur tölvupósta til viðskiptavina. Póstlistar eru meðal öflugustu markaðstóla fyrirtækja en ekki alltaf nýttir til fulls. Á þessu námskeiði verður farið yfir bestu leiðirnar í vali á kerfum, hönnun á tölvupóstum, sendingum, eftirfylgni og greiningum á árangri.
Póstlistar geta haft áhrif á rekstur og með réttum leiðum er hægt að auka sölu með því að:
- tilkynna nýjar vörur eða þjónustu
- styrkja ásýnd með fallegum póstum sem nýta vörumerkið vel
- fyrirbyggja óþarfa símtöl inn til fyrirtækisins.
- Tölvupóstinn sem miðil
- Val á tölvupóstkerfum til markaðssetningar
- Viðtakendur (audience)
- “Groups”, “tags” og “segments”
- Söfnun á póstlista
- Textaskrif
- Hönnun
- Sérsniðið efni og GIF
- Að setja upp “Campaign” í Mailchimp
- A/B prófun
- Forskoðun, villuprófun og tímasetningar
- Sjálfvirkni
- Betra opnunarhlutfall
- Hvernig á að setja upp plan fyrir herferð
- Eftirfylgni og greining
- Önnur Mailchimp tól
Fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum sem selja vörur eða þjónustu á netinu / stunda vefverslun.
Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir markaðsstjóra, viðskiptastjóra, vörumerkjastjóra, og aðra stjórnendur og ásamt starfsmönnum sem koma að umsjón markaðsmála og tölvupóstsendinga fyrirtækja.
Bjarni Ben, viðskiptastjóri hjá Pipar\TBWA. Hann starfaði hjá Sky í Bretlandi í rúmlega 3 ár við markaðssetningu á stafrænum miðlum með áherslu á tölvupósta en hefur einnig starfað sem þróunarstjóri samfélagsmiðla hjá Pipar\TBWA og fjallað um tækni undanfarin 6 ár í Tæknivarpinu.
Þið finnið Bjarna hér á LinkedIn https://www.linkedin.com/in/bjarniben