Netið

Innflutn­ings­gjöf

Til hamingju með nýja heimilið! Hér færðu bestu innflutningsgjöfina.

Við græjum netdíl, sendibíl, besta dílinn á mat og drykk í Nova appinu og pössum upp á að þú komist á netið heima frá degi eitt.

Til hamingju með nýja heimilið! Hér færðu bestu innflutningsgjöfina.
Skrunaðu
Hvað hentar þér

Hvað er heimili án nets? Háhraða Ljósleiðari fyrir heimilið eða 5G þar sem Ljósleiðarinn er ekki í boði. Þú velur það sem hentar þér!

Öflugast
Ljósleiðari

Öflug háhraða nettenging inn á nútímaheimilið. Aðgangsgjald og ráter eru innifalin. Það hefur aldrei verið þægilegra að flytja!

Ótakmarkað Heimanet

WiFi 7 ráter innifalinn

Aðgangsgjald innifalið

8.490 kr
á mán
13.890 KR
Einfaldast
5G Heimanet

5G Heimanet er einföld háhraða nettenging þar sem innanhúslagnir skipta engu. Stingdu bara í samband við rafmagn og farðu beint á netið!

Ótakmarkað Heimanet

WiFi 6 ráter innifalinn

Ekkert aðgangsgjald

7.990 kr
á mán
10.980 KR

Hvað færðu með Innflutningsgjöf?

Innflutningsgjöf
Innifalið
Lægra verð í hálft ár

Hvort sem þú vilt Ljósleiðara eða 5G Heimanet færðu flutningskjör í 6 mánuði eða hálft ár — hvort sem er lengra. Þjóttu um netið á súperdíl.

Innifalið
Hopp-sendibíll FyrirÞig

Við gefum þér 8.000 kr. inneign (80 mín.) að sendibíl hjá Hopp í Reykjavík til að flytja sófann og borðstofuborðið á nýja heimilið.

Innifalið
Appið sér um matinn

Þú þarft ekki að pæla í að elda í flutningunum. Þú finnur það sem þú vilt í Nova appinu besta dílnum! KaffiKlipp, MatarKlipp eða eitthvað gómsætt 2F1. Ef þig vantar smá næði er líka tilvalið að kíkja í Andrýmið í appinu.

Innifalið
Tenging á ljósleiðara

Ef ljósleiðarinn er óuppsettur á nýja heimilinu sendum við tæknigúru sem græjar málið og kemur þér í samband við umheiminn. Ein heimsókn og voilà — verði ljós!

Innifalið
Aldrei netlaus

Ef þú þarft að bíða eftir heimsókn frá tæknigúrú þá lánum við þér 5G heimanet í allt að 5 vikur á meðan svo þú verðir aldrei netlaus!

comparison.title

comparison.description