Netið
Innflutningsgjöf
Til hamingju með nýja heimilið! Hér færðu bestu innflutningsgjöfina.
Við græjum netdíl, sendibíl, besta dílinn á mat og drykk í Nova appinu og pössum upp á að þú komist á netið heima frá degi eitt.

Hvað hentar þér
Hvað er heimili án nets? Háhraða Ljósleiðari fyrir heimilið eða 5G þar sem Ljósleiðarinn er ekki í boði. Þú velur það sem hentar þér!
Hvað færðu með Innflutningsgjöf?

Lægra verð í hálft ár
Hvort sem þú vilt Ljósleiðara eða 5G Heimanet færðu flutningskjör í 6 mánuði eða hálft ár — hvort sem er lengra. Þjóttu um netið á súperdíl.
Hopp-sendibíll FyrirÞig
Við gefum þér 8.000 kr. inneign (80 mín.) að sendibíl hjá Hopp í Reykjavík til að flytja sófann og borðstofuborðið á nýja heimilið.
Appið sér um matinn
Þú þarft ekki að pæla í að elda í flutningunum. Þú finnur það sem þú vilt í Nova appinu besta dílnum! KaffiKlipp, MatarKlipp eða eitthvað gómsætt 2F1. Ef þig vantar smá næði er líka tilvalið að kíkja í Andrýmið í appinu.
Tenging á ljósleiðara
Ef ljósleiðarinn er óuppsettur á nýja heimilinu sendum við tæknigúru sem græjar málið og kemur þér í samband við umheiminn. Ein heimsókn og voilà — verði ljós!
Aldrei netlaus
Ef þú þarft að bíða eftir heimsókn frá tæknigúrú þá lánum við þér 5G heimanet í allt að 5 vikur á meðan svo þú verðir aldrei netlaus!