Er þitt fyrirtæki næsta sprengistjarna?
Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova, KLAK - Icelandic Startups og Huawei með stuðningi frá Grósku þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði. Hraðallinn hefst 6. ágúst og lýkur með fjárfestadegi 20. september.
Stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki
Allt að tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst teymunum aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu meðan á hraðlinum stendur. Í ár hefst Startup SuperNova á tveggja daga Superclass og topp tíu teymum sem komast í gegn um umsóknarferlið býðst svo að taka þátt i sex vikna viðskiptahraðli sem hefst 6. ágúst. Startup SuperNova lýkur svo með glæsilegum fjárfestadegi 20. september.
Superclass 6. – 7. Júní
Fasi 1
Startup SuperNova hefst á öflugum Superclass þar sem þátttakendur fá þjálfun og leiðsögn við að útbúa 18 mánaða aðgerðaráætlun fyrir verkefnin sín. Superclass Startup SuperNova verður opinn öllum til skráningar. Gerð er krafa um þátttöku í Superclass fyrir þau sem vilja komast áfram og sækja um í sjálfan hraðalinn.
Umsóknarfrestur og skil 23. júní
Fasi 2
Þátttakendur þurfa að vera tilbúnir með 18. mánaða aðgerðaráætlun sem skila þarf inn ásamt umsókn í hraðalinn.
Topp 10 komast áfram í 6 vikna viðskiptahraðal
Fasi 3
Allt að tíu fyrirtæki eiga þess kost að fá sæti í hraðlinum sem stendur yfir í sex vikur. Markmið hraðalsins er að hraða framgangi sprotafyrirtækisins og að það sé fjárfestingarhæft þegar að hraðli lýkur.
Fjárfestadagur 20. september
Fasi 4
Startup SuperNova lýkur formlega með fjárfestadegi þar sem teymin kynna verkefnin sín fyrir fullum sal af gestum. Þetta er glæsilegur viðburður sem gaman er að taka þátt í og fylgjast með uppskeru þeirra teyma sem taka þátt.