
Mentorar í Startup SuperNova
KLAK - Icelandic Startups hefur í fjölda mörg ár aðstoðað frumkvöðla og sprotafyrirtæki meðal annars með metnaðarfullu mentoraprógrami. Þjónustan er byggð upp að fyrirmynd MIT Venture Mentoring Service sem hafa þróað fyrirkomulagið í yfir tvo áratugi.
Mentorar í Startup SuperNova:
Þungamiðjan í Startup SuperNova er aðgangur þátttakenda að mentoraþjónustu KLAK - Icelandic Startups. Mentorafyrirkomulagið byggir á hugmyndafræði MIT Venture Mentoring Service, sem hafa þróað þjónustuna í yfir tvo áratugi. Mentoraþjónusta KLAK snýr að því að tengja frumkvöðla við hæfa mentora. Notast er við hópleiðsögn þar sem tveir til fjórir mentorar sitja með frumkvöðlunum á fundum og veita hagnýta og faglega ráðgjöf og þjálfun. KLAK VMS mentorar eru sérstaklega valdir út frá reynslu og þekkingu á sviðum sem skipta máli fyrir þarfir frumkvöðla. Mentorar KLAK VMS hafa setið námskeið og fengið þjálfun á vegum MIT og KLAK.