Að taka þátt í Startup SuperNova
Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og einstakur vettvangur fyrir þróun nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja. Startup SuperNova byggir á alþjóðlega sannreyndri aðferðafræði og áralangri reynslu KLAK - Icelandic Startups af stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki. Tíu teymi eru valin inn í hraðalinn ár hvert í gegnum vandað umsóknarferli og býðst aðgangur að fullbúinni vinnuaðstöðu. Skoðaðu teymin sem tóku þátt árið 2020, 2021, 2022 og 2023!
FairGame
FairGame er hugbúnaður fyrir íþróttamót barna og unglinga þar sem upplifun barna er sett í fyrsta sæti. Með notkun gervigreindar er FairGame þjálfað með niðurstöðum leikja og finnur raunverulegan styrkleika liðana svo börnin okkar fái sanngjarnar áskoranir. Fyrir mótshaldara sér FairGame til þess að leikir séu skipulagðir á skilvirkan hátt og umbreytir mörgum dögum af áætlanagerð, í nokkrar sekúndur. FairGame Appið gefur foreldrum og forráðamönnum svo allar upplýsingar í rauntíma.
GrowthApp
GrowthApp er einfaldasti og fullkomnasti vaxtarvettvangurinn fyrir sprotafyrirtæki á markaðnum í dag. Nýstárleg verkfæri gera stofnendum í fyrsta skipti kleift að skipuleggja viðskiptahugmyndir sínar hratt yfir í einfaldar og framkvæmanlegar áætlanir með því að leiðarljósi að byggja skýra leið til árangurs.
JarðarGreining
Jarðargreining sérhæfir sig í að þróa jarðratsjá (e. Ground Penetrating Radar - GPR) mælitæki sem notar rafsegulbylgjur til að nálgast upplýsingar og innri eiginleika efstu metra jarðarinnar án þess að hrófla við yfirborðinu. Markmið þeirra er að auka flytjanleika tækisins svo hægt sé að samþætta það við dróna og gera þessa tækni aðgengilega, hagkvæma og notendavæna svo að fleiri geti notið góðs af henni.
Massif Network
Massif Network mission is to become the ultimate destination for producers and creative professionals to discover, research, and organize shoots at remote locations, creating value for everyone involved.
Medvit Health
Medvit Health creates expert medical systems which support healthcare workers in the diagnostic process and patient treatment
Neurotic
Neurotic gerir gagnastjórnun einfalda og skemmtilega. Notendavænn vettvangur sér um erfiðu hlutina, svo þú getir einbeitt þér að vinnunni þinni. Með gervigreindarstuðningi og auðveldri samþættingu verður auðvelt að stjórna gögnunum þínum. Burt með gagnakvíða!
Tekida
Tekida er heildstæður vettvangur fyrir „gigg-umhverfið“. Lausnin er sérsniðin hugbúnaðarlausn sem mun gera verkefnastjórnun og fjárhagslegt utanumhald skilvirkara og koma á opnari og auðveldari samskiptum milli verktaka og verkkaupa. Tekida einfaldar samningsgerð, tímaskráningu, sjálfvirknivæðir reikningagerð, býður upp á starfatorg og eykur aðgengi að raunstöðu verkefna.
Thorexa
Thorexa hannar hugbúnað sem auðveldar svörun tölvupósta með hjálp gervigreindar sem að lærir inn á stíl hvers og eins. Lausnin miðar að því að stytta tíma sem að fer í svörun tölvupósta, tryggir tímanleg svör og bætir starfsánægju.
The Gyna-app
The Gyna-app er heildrænt smáforrit sérsniðið að heilsu kvenna, sem aðstoðar konur að halda utan um þá þætti sem hafa áhrif á heilsu þeirra til framtíðar, með því markmiði að valdefla konur til að taka ábyrgð á eigin heilsu og fá þá heilbrigðisþjónustu sem þær eiga skilið.
VibEvent
VibEvent sameinar alla þátttakendur tónlistarviðburða á samfélagsdrifnum vettvangi sem tengir tónlistarfólk, áheyrendur og skipuleggjendur. Með öflugum markaðstólum, innsýn í áheyrendagögn og nýstárlegum tekjuleiðum, styður VibEvent við sjálfstætt og upprennandi tónlistarfólk og eykur sjálfbærni tónlistarsenunnar.