Startup SuperNova er samstarfsverkefni Nova, KLAK - Icelandic Startups og Huawei með stuðningi frá Grósku.
Verkefnið Startup SuperNova var stofnað árið 2020. Umsjón með verkefninu er í höndum KLAK - Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára veitt aðstoð við þróun viðskiptahugmynda og leitt saman hóp hagaðila með verðmætasköpun að leiðarljósi. KLAK aðstoðar sprotafyrirtæki að vaxa innanlands og út fyrir landsteinana með því að hraða þróun þeirra og tengja þau við sérfræðinga, fjárfesta og aðra lykilaðila. KLAK hefur fyrir löngu skipað sér sess sem lykilaðili í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi og leggur sig fram við að vera leiðandi afl í grasrót frumkvöðla samfélagsins.
Aðsetur Startup SuperNova er starfrækt í hjarta Vísindagarða í Grósku, þar sem finna má suðupott nýsköpunar og frumkvöðlastarfs á Íslandi í nálægð við háskóla, Landspítalann og mörg helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins.