SjálfsVörn - Öryggiskerfi
Settu saman þitt eigið öryggiskerfi
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
SjálfsVörn hjá Nova
Hvað er SjálfsVörn?
Með SjálfsVörn hjá Nova hefur öryggi heimilisins aldrei verið ódýrara og snjallara! Ekkert startgjald, frábært verð, hágæða heimakerfi og heimilið beintengt við símann.
Við erum að tala um snjallt heimavarnarkerfi frá Ajax sem þú getur sniðið að þínum þörfum. En hvar á að byrja? Við erum búin að taka saman nokkrar samsetningar á nova.is/sjalfsvorn eftir stærð húsnæðis sem er gott að byrja á, þú getur svo bætt við eða fækkað skynjurum og sniðið SjálfsVörnina þannig að hún smellpassi í þitt húsnæði.
Aðal vörurnar sem við mælum með að hafa eru reykskynjari, vatnsskynjari, hurðaskynjari, hreyfiskynjari með myndavél og svo auðvitað stjórnstöðin sem heldur utan um alla skynjarana og sendir helstu upplýsingar beint í Ajax appið til þín. Það eru líka fleiri vörur í boði eins og fjarstýringar, magnarar fyrir stór hús, snjallhnappar og margt fleira.
Svo er allt þetta í Ajax appinu í símanum þínum og þú færð tilkynningu um leið og eitthvað óvenjulegt á sér stað á heimilinu þegar þú ert að heiman, til dæmis ef uppþvottavélin fer að leka, reykskynjarinn byrjar að pípa eða ef einhver brýst inn.
Þú getur að sjálfsögðu boðið allri fjölskyldunni í appið svo hver einasti fjölskyldumeðlimur getur tekið kerfið af og sett það á eftir hentisemi. Svo þegar þú ferð í frí getur þú líka gefið nágrannanum tímabundinn aðgang að kerfinu. Það er nefnilega allskonar hægt í Ajax appinu.
Rúsínan í pylsuendanum er svo að það er barasta enginn stofnkostnaður. Við mætum líka heim til þín, setjum upp kerfið og kennum þér á appið, algjörlega að kostnaðarlausu!
Hverju get ég stjórnað í appinu í símanum mínum?
Í Ajax appinu sérðu yfirlit yfir alla skynjara sem eru heima hjá þér og getur stjórnað því hvenær er kveikt og slökkt á kerfinu. Þú færð tilkynningar beint í appið ef eitthvað óvænt gerist þegar þú ert að heiman, til að mynda sendir vatnsskynjarinn tilkynningu ef eitthvað fer að leka óvænt, eða ef hreyfiskynjarinn nemur hreyfingu þegar kerfið er á.
Í Ajax appinu getur þú meðal annars fylgst með ástandi allra tækja, séð stöðuna á batteríinu í hverju tæki fyrir sig og skoðað myndir úr myndavélunum þegar þær taka myndir. Þú getur líka bætt fjölskyldunni inn í Ajax appið og stjórnað hvaða réttindi hver og einn er með, sett á næturstillingu ef einhver er heima en þú vilt að kerfið passi upp á að enginn komi óvelkominn inn á heimilið og svo eru fleiri stillingar í boði fyrir lengra komna snjallöryggis nörda.
Við erum allskonar leiðbeiningar um stillingar í Ajax appinu í Hjálpinni og ef þú vilt fara í stillingar fyrir lengra komna þá er heill hafsjór af fróðleik á heimasíðu Ajax.
Getur hver sem er verið með SjálfsVörn?
Já ekki spurning, það geta allir verið með snjallt hágæða heimakerfi sem er beintengt við snjallsímann! Þú bara smellir þér inná nova.is/sjalfsvorn, þar sérðu þrjár samsetningar af SjálfsVörn sem við mælum með sem góðum grunni fyrir mismunandi stærðir af heimili. Veldu það sem þú telur henta þínu heimili best og smelltu á Leigja. Svo skráir þú þig inn og klárar dæmið!
Hvernig greiði ég fyrir SjálfsVörn?
SjálfsVörn er fyrirframgreidd með kredit- eða debetkorti (alveg eins og Netflix, Spotify og NovaTV fattaru). Þú byrjar að greiða fyrir SjálfsVörn frá og með þeim degi sem búnaðurinn er settur upp heima hjá þér og borgar svo einu sinni í mánuði um ókomna örugga tíð. Þú getur svo skoðað alla reikninga og kvittanir í Stólnum á nova.is!
Get ég fengið uppsetningu á SjálfsVörn
Já, við mætum líka heim til þín, setjum upp kerfið og kennum þér á appið, ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu eða á Akureyri. Annars getum við sent þér kerfið í pósti beint heim að dyrum hvar sem er á landinu og þú færð fjarfund með sérfræðingi sem ráðleggur hvar sé best að setja upp hvern og einn skynjara og kennir þér svo á Ajax appið.
Get ég verið með SjálfsVörn hvar sem er á landinu?
Já auðvitað! Eins og er þá er uppsetning á búnaði bara innifalin á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. En engar áhyggjur, þú getur fengið búnaðinn sendan beint heim að dyrum hvar sem er á landinu og færð fjarfund með sérfræðingi sem ráðleggur þér hvar sé best að setja upp hvern og einn skynjara og kennir þér svo á Ajax appið. Það er allskonar mögulegt með hjálp internetsins!
Hver er munurinn á AJAX öryggiskerfi og öðru snjallöryggi?
SjálfsVörn hjá Nova samanstendur af öryggisvörum frá Ajax. Ajax vörurnar hafa hlotið Grade 2 öryggisvottun, sem þýðir að kerfið stenst helstu nútíma öryggiskröfur. Það er til dæmis ekki hægt að slá út kerfinu ef rafmagn eða nettenging dettur út því Ajax stjórnstöðin er með 4.5G varaleið og getur keyrt á batteríi í 16 klukkustundir. Það er heldur ekki hægt að slá út öryggiskerfinu með hvers kyns tólum sem bjóða upp á að rugla í netmerkinu þínu, en það er vegna þess að Ajax vörurnar tala saman á sínu eigin tungumáli. Svo er myndavélin ekki í stöðugu streymi, heldur tekur hún kyrrmyndir þegar kerfið sér hreyfingu þegar það er í gangi og sendir beint í appið í símanum hjá þér.