Netið
Kastarinn - WiFi magnari
Magnaðu upp drægnina á hraðasta heimaneti landsins
Leyfðu okkur að gera alla happí á heimilinu. Með kastaranum tengist þú netinu hvar sem er í húsinu. Stórt húsnæði, burðarveggir eða hús á nokkrum hæðum þurfa ekki lengur að örvænta. Lausnin er komin og ekki er eftir neinu öðru að bíða en að prófa!
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
Kastarinn
Hvað er kastari og hvernig virkar hann?
Kastari er græja sem gerir þér kleift að dreifa netinu betur um heimilið þitt!
Ertu netlaus í svefnherberginu, en með frábært net í stofunni? Er pjakkurinn að kvarta yfir því að netið sé hægt í leikjatölvunni? Þetta má allt leysa með kastaranum frá Nova. Lítil og nett græja sem fer vel í hillu og tengist við ráterinn þinn til að dreifa netinu betur á heimilinu.
Kastarinn virkar eins og annar ráter. Kastarinn er með sömu drægni og venjulegur ráter. Það helsta sem hefur áhrif á dreifinguna er stærð húsnæðis og spila steyptir burðarveggir stóran þátt í því að koma í veg fyrir góða dreifingu á netsambandi.
Hvað kostar kastari?
Kastarinn kostar 490 kr. á mánuði. Einnig er hægt að kaupa kastarann á 14.990 kr. Mundu bara að til að nota kastarann þá þarf að vera með ráter frá Nova.
Ef þú ert með AlltSaman er hægt að greiða fyrir kastarann með sama korti og AlltSaman pakkinn er rukkaður á, en er ekki innifalinn í verðinu á pakkanum.
Þú getur verið með eins marga kastara og þú vilt á leigu, en leigan kostar 490 kr. pr. stykki.
Hvernig tengi ég kastara?
Kíktu í Hjálpina okkar, þar eru nefnilega leiðbeiningar sem leiða þig skref fyrir skref í gegnum uppsetninguna!
Þegar kastari er hafður þráðlaus þarf hann að vera staðsettur u.þ.b 10 metrum frá ráter og ekki má vera burðarveggur eða hæð á milli. Gott er að hafa kastarann í sjónlínu við ráterinn.
Ef hvíta ljósið framan á kastaranum byrjar að loga rautt er það vegna þess að ráterinn nær ekki sambandi við hann og þá þarf að velja betri stað fyrir kastarann. Hafðu í huga að kastarinn getur ekki verið staðsettur á stað sem er netlaus. Það þarf að vera samband frá ráter þar sem kastarinn er til þess að hann geti gripið sambandið og kastað netinu lengra.
Þú getur verið með eins marga kastara og þú villt en ekki er mælt með því að hafa of marga. Of margir kastarar í litlu rými geta haft áhrif á samband hvors annars ef þeir eru of nálægt.
Fjöldi kastara fer algjörlega eftir því hvernig húsið er upp byggt. Er burðarveggur í húsinu? Er það á einni hæð eða nokkrum hæðum? Það skiptir svo sköpum hvort kastari er tengdur þráðlaust eða með netsnúru.
Þarf ég að vera hjá Nova til að fá kastara?
Kastarinn svínvirkar fyrir þá sem eru með Ljósleiðara frá Nova og eru með nýja ráterinn okkar (DG8245W2). Þeir sem nota sinn eigin ráter geta því fengið nýjan ráter frá okkur fyrir litlar 990 kr. á mánuði og fengið enn betra net fyrir vikið! Viðskiptavinir sem eru með eldri ráterinn geta skipt yfir í nýja ráterinn okkar að kostnaðarlausu.
Get ég verið með minn eigin ráter?
Kastarinn virkar eingöngu fyrir þá sem eru með Ljósleiðara frá Nova og eru með Nova ráterinn okkar (DG8245W2). Þeir sem nota sinn eigin ráter geta því fengið nýjan ráter frá okkur fyrir litlar 990 kr. á mánuði og fengið enn betra net fyrir vikið! Viðskiptavinir sem eru með eldri ráterinn geta skipt yfir í nýja ráterinn okkar að kostnaðarlausu.
Hvernig veit ég hvaða ráter ég er með?
Það er afskaplega einfalt.
Nýi ljósleiðararáterinn okkar heitir Huawei DG8245W2. Týpunúmerið sést á límmiða undir ráternum.
Ef þú ert ekki alveg viss um það hvaða ráter þú ert með er einfalt að heyra í okkur á netspjallinu og við kíkjum á þetta með þér!
Getur einhver komið og tengt kastarann fyrir mig?
Heldur betur!
Ef þú vilt nýta tímann í eitthvað skemmtilegra, fá þér kaffibolla, hringja í fjölskyldumeðlim, gera teygjurnar þínar eða bara það sem hugurinn girnist þá er lítið mál að fá heimsókn frá Ljósleiðaranum ehf. Þau koma þá á staðinn, tengja kastarann og setja allt upp fyrir þig í leiðinni fyrir litlar 4.990 kr.!
Hversu þægilegt!