Netið
FlutningsFríðindi
Ertu að flytja? Þú færð bestu FlutningsFríðindin hjá Nova.
Heimili án internets er bara hús. Þess vegna tryggjum við að þú verðir aldrei netlaus í flutningunum. Þú færð heimanet á ennþá betri díl í 6 mánuði þegar þú ert að flytja. Okkar innflutningsgjöf til þín.
FlutningsFríðindi
Ég er ekki viðskiptavinur Nova. Eru FlutningsFríðindin í boði fyrir mig?
Að sjálfsögðu! Við tökum fagnandi á móti þér og komum þér á langbesta dílinn!
Hver geta nýtt sér þetta tilboð?
Öll sem eru að flytja geta fengið FlutningsFríðindi hjá Nova. Við gerum ekki kröfu um að sjá leigusamning eða kaupsamning og hvort þetta séu fyrstu kaup eða 15. húsið þitt.
Verð ég einhverntíman netlaus?
Nei! Í flestum tilfellum er allt til staðar fyrir Ljósleiðarann á nýja heimilinu þínu og þá þarftu bara tengja ráterinn til að komast í blússandi samband. Ef það er ekki allt til staðar þá lánum við þér 5G heimanet þangað til þú færð heimsókn frá Ljósleiðaranum til að koma í veg fyrir netleysi. Bið eftir heimsókn ætti ekki að taka meira en 5 daga en til að tryggja rólegheit þá hefur þú 5G lánað í 5 vikur og getur komið þér fyrir á nýja heimilinu.
Hvað gerist ef 5G lánsnetinu er ekki skilað?
Eftir 5 vikur frítt af 5G er áskriftin rukkuð skv. verðskrá. Þá ertu samt með frábæran díl af heimanetinu!
Er binding ef ég skrái mig?
Nei, það er engin binding. Þú getur hætt hvenær sem er, en hver ætti að vilja hætta með svona hlægilega góðan díl?
Hvaða verð tekur við eftir 6 mánuði?
Eftir 6 mánuði tekur við fullt verð á þjónustunni.
Þú finnur verðin á vef Nova hér:
Get ég notað minn eigin ráter?
Já, að sjálfsögðu! Þá færðu FlutningsFríðindin á enn lægra verði.
Getur fyrirtæki verið greiðandi?
Við gerum ekki greinamun á því hvort einstaklingur eða fyrirtæki sé greiðandi á tengingunni. Öll fá FlutningsFríðindi hjá Nova!
Ég bý úti á landi. Eru FlutningsFríðindin líka í boði fyrir mig?
Já, auðvitað. Skráðu þig hér eða hafðu samband við þjónustuver í 519-1919 eða á netspjallinu á nova.is og við græjum málið með þér.
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.