Bless 2G og 3G, halló framtíð!
Segjum halló við framtíðina!
Við viljum alltaf vera fyrst inn í framtíðina og bjóða viðskiptavinum okkar að vera með. Nú þegar er byrjað að slökkva á eldri kerfum (2G/3G) víðsvegar um landið til að gera pláss fyrir framtíðina. Við ráðgerum að slökkva alfarið á 2G í lok árs 2024. Ekki örvænta, því í staðinn kemur 4G sem er betri kostur í símtölum og netnotkun.
Bless 2G og 3G!
Hvað nákvæmlega er að fara að gerast?
Slökkt á 2G og 3G
Þú þarft ekki að örvænta því 4G sér um að símtölin skili sér! Við erum byrjuð að slökkva á ákveðnum svæðum í skrefum. Áætlað er að slökkva alfarið á 2G fyrir lok árs 2024 og 3G í lok árs 2025.
Öll fjarskiptafélög taka þátt!
Þegar við slökkvum á 2G og 3G þá erum við að fylgja þróun á heimsvísu sem miðar að því að fasa út úrelta tækni og halda áfram að byggja ofan á eitthvað nýtt og spennandi! Öll fjarskiptafélög á Íslandi taka þátt í þessu verkefni!
Þarf ég að gera eitthvað?
Við hvetjum öll með þjónustu hjá Nova að fara vel yfir stillingar í græjunum sínum og þeim tækjum sem nota 2G og 3G net. Dæmi um lausnir sem þarf að athuga sérstaklega eru krakkaúr, öryggiskerfi og veghlið sem styðja ekki við 4G VoLTE.