Netið
Heimanet
Finndu það eina rétta fyrir þig!
Hjá Nova finnur þú heimanetið sem smellpassar á þitt heimili. Láttu okkur um að hjálpa þér að finna þá lausn sem hentar þínum þörfum best og tryggir að þú sért alltaf í besta netsambandinu á besta dílnum!
Besta netsambandið.
Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
Ljósleiðari hjá Nova
Hvað er Ljósleiðari?
Ljósleiðari er öflug háhraða nettenging inn á nútímaheimilið. Nova býður upp á Ljósleiðara yfir kerfi Ljósleiðarans og Tengir á Akureyri. Á kerfum Ljósleiðarans er hægt að fá allt að 10.000 Mb/s hraða og 1.000 Mb/s hjá Tengir.
Get ég fengið Ljósleiðara?
Nova býður ljósleiðaraþjónustu á kerfi Ljósleiðarans ehf. og á kerfi Tengis á Akureyri. Ef þú ert ekki viss hvort þú getir fengið ljósleiðara þá er ekkert mál að sjá hvort þú búir á ljósleiðarasvæði. Ef þú ert að fá Ljósleiðara í fyrsta skiptið á heimilið þitt er bókuð heimsókn í skráningarferlinu sem hentar þér og tæknigúrú Ljósleiðarans kemur og tengir allt heila klabbið. Ef þú ert með búsetu norðan heiða mun Tengir hafa samband við þig finna hentugan tíma til að koma og tengja þig. Uppsetningin kostar ekkert, en getur tekið allt að 3-4 tíma eftir aðstæðum. Ef þú ert nú þegar með ljósleiðaratengingu á kerfi Ljósleiðarans ehf. er ekkert mál að flytja þjónsutuna til Nova. Ef þú ert ekki að nota þinn eigin ráter þá er Nova ráter það eina sem þú þarft og við komum þér í samband samdægurs. Vúhú!
Hvaða ráter get ég notað með Ljósleiðara?
Þegar þú ert með Ljósleiðara hjá Nova færðu ráter frá okkur sem kemur þér í fanta gott samband.
Ef þú átt þinn eigin ráter sem er með WAN tengi, styður 1000 Mb/s og þér þykir mjög vænt um, þá er í góðu lagi að nýta hann. Við mælum samt eindregið með að nota nýlegan ráter (helst ekki eldri en 4 ára) til að geta fengið netið í háskerpu og sinnt öllum snjalltækjum heimilisins þráðlaust.
Þú getur líka keypt þinn eigin ráter í stað þess að leigja hann.
Hvað er Ljósleiðari hraður?
Ljósleiðari Nova styður allt að 10.000 Mb/s sem er mesti fáanlegi hraði á einstaklingsmarkaði á Íslandi. Langflestar heimilistengingar eru 1.000 megabitar, sem eru feikinóg af megabitum til að keyra öll snjalltæki heimilis í einu. Þetta eru 1.000 megabitar til og frá þér.
1.000 Mb/s er mjög hratt. Alltof hratt fyrir bara eitt tæki, en fínt fyrir heimili með mörgum snjalltækjum. Ef þrír á heimili eru að streyma myndefni á sama tíma þarf 75 megabita hraða og ef allir spóla á sama tíma getur þörfin farið yfir 200 Mb/s. Netleikjaspilun þarf 1-5 megabita, og mjög lágan svartíma (sem ljósleiðari og góður ráter höndla vel saman).
Á þjónustusvæði Ljósleiðarans hf. er í boði allt að 10.000 Mb/s sem er það mesta sem er í boði fyrir heimilistengingar á Íslandi, hins vegar eru flest tæki á heimilum landsins takmörkuð við 1.000 Mb/s svo 10.000 Mb/s er aðeins fyrir þau allra kröfuhörðustu. Ef þú ert kröfuharður notandi og þarft að geta sent frá þér og tekið á móti stórum gagnaskrám á stuttum tíma er 10.000 Mb/shjá Nova algjörlega málið. Þú þarft bara að finna rétta netbúnaðinn og eignast hann alveg einn!
Á þjónustusvæði Tengir á Akureyri er mesti hraðinn í boði 1.000 Mb/s, sem eins og við komum inn á áðan, feikinóg af megabitum til að keyra öll snjalltæki heimilisins í einu.
Kostar uppsetning á Ljósleiðara eitthvað?
Þú færð fría uppsetningu Ljósleiðara þegar ljósleiðaratenging á sér stað í fyrsta sinn. Ljósálfurinn sem kemur heim til þín og tengir, mætir með ráter, setur upp þráðlausa netið, tengir öll helstu tækin og gerir heimilið klárt. Ein heimsókn og allt er tengt!
Ef þú ert nú þegar með ljósleiðarabox frá Ljósleiðaranum ehf. þá þarftu bara að stinga ráternum í samband við boxið og þú þýtur um netið.
Ef þú býrð norðan heiða færðu Ljósleiðarann beint frá Tengir, sem munu sjá um að tengja þig við Ljósleiðaraþjónustu Nova og hjálpa þér að sjá ljósið!
Þarf ég meiri hraða en 1Gb/s?
Heyrðu, það fer eftir ýmsu, en aðallega hvort þú þurfir að geta sent frá þér eða tekið á móti stórum gagnaskrám á ofurhraða. Þetta á t.d. við fyrir þau sem vinna heima og eru í vinnslu stórra skráa eins og mynd- eða hljóðvinnslu, verkfræðinga og arkítekta teikningar, kröfuharða tölvuleikjaspilara, lífstílsleiðtoga, rekstaraðila tækniumhverfa, o.fl. 10x Gígahraði kemur einnig í veg fyrir að margir samtímanotendur hægi á netinu.