Smelltu þér í Hjálpina og finndu allskonar upplýsingar, leiðbeiningar og tæknital um allt sem við bjóðum upp á.
Útlönd
Hvernig get ég fengið Net í útlöndum?
Það getur varla verið einfaldara að virkja Net í útlöndum hjá Nova.
Það sem þú þarft að gera er að skoða Útlandastillingarnar inn á Stólnum í Nova appinu. Passaðu að hafa kveikt á Notkun í útlöndum og opið fyrir Net í útlöndum stillinguna.
Þegar þú notar svo Net í útlöndum virkjar þú fyrsta gagnamagnspakkann og byrjar að nota netið á besta dílnum!
Hvað gerist ef ég er ekki með kveikt á Net í útlöndum?
Til að geta notað net í útlöndum verður að vera kveikt á því í stillingum í Stólnum. Ef það er ekki kveikt á Net í útlöndum stillingunni í Stólnum er ekki hægt að nota net erlendis.
Þú getur samt alltaf hringt og sent SMS ef þú ert með opið fyrir Notkun í útlöndum stillinguna í Stólnum.
Hvað gerist ef ég klára 500MB innan 24 tíma?
Ef þú klárar 500MB innan 24 tíma látum við þig vita með SMS-i áður en pakkinn stækkar. Ef þú ferð yfir innifalið gagnamagn þá stækkar þú upp í 2GB. Engar áhyggjur þó - þú greiðir aðeins fyrir þann pakka sem þú notar.
Sem dæmi ef þú notar 2GB á 24 tímum þá færðu rukkun fyrir 2GB pakkanum fyrir þann dag.
Eftir 24 tíma byrjar næsti dagur að rúlla þegar þú notar netið þann daginn.
Þú getur alltaf ákveðið að hætta að nota netið, þú einfaldlega slekkur á mobile data í símanum hjá þér eða ferð inn á Stólinn og slekkur á Net í útlöndum stillingunni.
Hvernig sé ég notkunina mína erlendis?
Þú sérð notkunina þína erlendis inn á Útlandasíðunni á Stólnum.
Þegar þú opnar símanúmerið þitt þá færðu upp flipann "Útlönd" og þar getur þú skoðað notkun þína erlendis síðustu 6 mánuði.
Í hvaða löndum get ég notað Net í útlöndum?
Hægt er að nota Net í útlöndum í fullt af löndum út um allan heim og það er mismunandi kostnaður við notkunina eftir verðsvæðum.
Hægt er að fletta upp öllum löndum heimsins í leitinni okkar hér.
Mig langar ekki að nota símann í útlöndum - hvað geri ég?
Ef þig langar alls ekki að nota símann í útlöndum, hvorki net, símtöl eða SMS er best að slökkva á Notkun í útlöndum stillingunni í Stólnum.
Þegar þú gerir það þá verður ekki hægt að nota símann, en þú getur kveikt aftur á stillingunni ef þér snýst hugur. Annars er bara allt í fína að eiga bara verulega símzenað ferðalag!
Hvernig virkar Frelsi í útlöndum?
Til að geta notað símann þinn í útlöndum er nóg fyrir þig að kaupa krónuinneign á áfyllingasíðunni.
Þú einfaldlega velur þá upphæð sem þú vilt borga að sinni fyrir notkunina og Nova sér svo um að gjaldfæra notkun af inneigninni fyrir pakkanum eftir notkuninni þinni. Þú getur alltaf bætt við krónuinneign ef þig vantar meira og fylgst svo með notkuninni á Stólnum.
Hvernig virkar Net í útlöndum í AlltSaman?
Þú getur að sjálfsögðu notað Net í útlöndum þegar þú ert í AlltSaman!
Þegar þú notar Net í útlöndum í AlltSaman þá myndast einfaldlega umframkostnaður sem greiðist daginn eftir að notkun á sér stað svo þú veist nákvæmlega hvað þú ert að nota. Engir óvæntir reikningar!
Get ég hætt að fá SMS tilkynningar?
Að sjálfsögðu!
Ef þú vilt ekki fá tilkynningar um stækkun netpakka þá er hægt að slökkva á þeim stillingum í Stólnum. Þú finnur Útlandastillingarnar og slekkur á stillingunni þar. Þá getur þú bara verið á staðnum og símzenað þig á ferðalaginu!
Hvernig virka rafræn skilríki í útlöndum?
Ef þú ert með virkt Net í útlöndum þá færð þú rafræn skilríki gjaldfrjáls.
Ef þú vilt ekki nota Net í útlöndum kosta rafræn skilríki líkt og SMS í gjaldskrá viðkomandi lands.
Hvað kostar að hringja til Útlanda?
Það er mismunandi eftir löndum hvað kostar að hringja til útlanda. Til að sjá verðskrá fyrir hvert land leitar þú að því hér.