Endurgræddu!
Þú græðir, jörðin græðir, öll græða.
Komdu með gamla símann, snjallúrið eða spjaldtölvuna í næstu verslun okkar. Við metum tækin og þú færð inneign hjá Nova. Það skiptir engu máli hvaða ástandi tækið er í, við komum því í vænt og grænt ferli þar sem þú og jörðin græðið.
Nýttu það gamla upp í hið nýja!
Almennt
Hvaða tæki er hægt að Endurgræða?
Við tökum við öllum farsímum, spjaldtölvum og snjallúrum í endurgræðslu. Þú græðir, jörðin græðir, allir græða!
Er ferlið ekki örugglega grænt?
Jú! Þjónustuaðili Nova sér um að koma tækjum í endurgræðslu. Hann hefur fjölmargar vottanir og fylgir alls konar pottþéttum stöðlum til að gera ferlið sem vænast og grænast. Sjá ReplaceGroup.
Hvert fer tækið mitt?
Tækið fer til ReplaceGroup í Eistlandi sem gerir við það, tekur það í sundur og notar í varahluti eða endurvinnur alla hluti sem hægt er.
Hvernig hjálpa ég jörðinni með því að endurgræða tækið mitt?
Engu er hent sem hægt er að nýta. Tæki sem hægt er að laga eru gerð upp og önnur tæki eru notuð í varahluti. Það sem ekki er hægt að endurnýta fylgir WEEE (Waste Electrical and Electronic Equipment) sem er reglugerð frá Evrópusambandi um hvernig skal endurvinna öll raftæki. Öll tæki sem Nova tekur í endurgræðslu fylgja WEEE og einnig er öll meðhöndlun gagna skv. GDPR (The General Data Protection Regulation).
Hvað fæ ég fyrir tækið mitt?
Þú hoppar inn á Endurgræddu og svarar nokkrum spurningum um tækið, þannig getum við áætlað hvers virði það er. Svo kemur þú með það í verslun Nova og færð endanlegt verðmat.
Eftir hverju farið þið þegar endurgreiðsluverð er metið?
Tekið er mið af markaði á endursölutækjum (2nd hand tæki), varahlutum í gömul tæki o.fl. Þessi verð breytast dag frá degi svo við notum alltaf nýjustu upplýsingar sem völ er á til að þú fáir sanngjarnt verð fyrir þitt tæki.
Hvað ef tækið mitt er verðlaust?
Þó að tækið þitt sé verðlaust komum við því til skila fyrir þig í endurvinnslu. Það skiptir engu máli hvaða ástandi tækið er í, við komum því í vænt og grænt ferli þar sem þú og jörðin græðið.
Hvað ef tækið er læst?
Þú þarft að geta tekið af allar læsingar af tækinu, því annars lækkar matsvirðið verulega. Öllum tækjum er flett upp í gagnagrunni til að tryggja að ekki sé um stolið tæki að ræða. Einnig þarf auðvitað að passa að slökkva á Find my iPhone, Mobile eða Device og öllu því.
Hvað með gögnin mín?
Taktu afrit af öllum gögnum áður en þú kemur með tækið. Við getum auðvitað líka aðstoðað þig þegar þú mætir. Þegar tækið fer í endurgræðslu er það endurstillt og öllum gögnum eytt. Ef ekki er hægt að kveikja á tækinu til að að eyða gögnum sér þjónustuaðili Nova um að eyða þeim.
Fæ ég pening til baka?
Þú færð inneignarnótu hjá Nova sem hægt er að nota upp í nýtt tæki eða annað dót í verslun Nova. Ekki er hægt að fá greitt fyrir tæki í beinhörðum peningum.