Vefið sjálf með Squarespace
Vilt þú læra að búa til flottan vef með litlum sem engum tilkostnaði? Vilt þú hafa einfalda leið til að uppfæra efni og bæta við upplýsingum á vefnum þínum? Vilt þú sleppa við tæknilegt vesen og bras við vefþjóna og hýsingu? Þá er vefsíðugerð í Squarespace fyrir þig.
Squarespace er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heiminum í dag en yfir 2,5 milljónir vefja nýta það. Kerfið er einfalt og þægilegt í notkun ásamt því að bjóða upp á sveigjanleika og hentar því vefjum af ýmsum stærðum og gerðum hvort sem um sé að ræða fyrirtæki, vefverslanir, einyrkja eða bloggsíður.
Á þessu námskeiði verður farið yfir grunnatriði þess að setja upp nýjan vef í Squarespace, velja sniðmát sem hentar og aðlaga útlit. Einnig verður farið yfir grunnatriði þess sem einkenna góða vefi, hvað þarf að hafa í huga fyrir leitarvéla bestun og efnistökum fyrir vef.
- Uppsetningu á vef Squarespace
- Aðlögun útlits og vörumerkis
- Efnistök og uppfærslur á efni
- Bestu venjur við uppsetningu og leiðartré
- Leitarvélabestun efnis
- Vefmælingar
- Setja upp einfalda vefverslun
- Tengja lén við vefinn
Einar Þór Gústafsson hefur unnið í vefmálum í rúm 20 ár. Einar lærði margmiðlun í SAE í New York og hefur starfað meðal annars sem vefstjóri Íslandsbanka og framkvæmdastjóri vöruþróunar hjá Meniga. Einar er einnig stofnandi Getlocal sem er vefsölukerfi sérsniðið fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfar nú sem Studio Manager hjá Aranja sem er ein öflugasta vefstofa landsins. Einar var einn stofnanda Samtaka vefiðnaðarins og sat í stjórn ásamt því að sinna formennsku. Verkefni á vegum Einars hafa hlotið ýmis verðlaun þ.m.t. Besti vefur Íslands á Íslensku Vefverðlaununum. Nánari upplýsingar um Einar má finna á beautyvsfunction.com.