swirl

Stofnun fyrirtækis og upphaf reksturs

Ertu með frábæra hugmynd sem þig langar að útfæra? Ertu með næsta Post-it© í kollinum? Skelltu þér þá í rekstur og stofnaðu nýjan rekstur! Markmið námskeiðsins er að veita innsýn í þá hluti sem þarf að horfa til þegar rekstur er stofnaður utan um hugmynd. Val á rekstrarformi, skráningar, hluthafasamkomulag og kaupréttir. Leiðbeinandinn er Ævar Hrafn frá KPMG sem elskar að veita frumkvöðlum góð ráð.

Séní hjá Nova Séní námskeið Nova í samstarfi við Akademias eru fremstu námskeið landsins fyrir skýjalausnir sem henta fyrirtækjum sem vilja bjarga sér sjálf, nútímavæða rekstrarumhverfið og spara helling í leiðinni. Námskeiðin eru innifalin fyrir alla fyrirtækjaviðskiptavini Nova. Séní hjá Nova framkvæmir tæknigreiningu með þínu fyrirtæki, hjálpar til við að velja skýjalausnir sem styðja við reksturinn og koma því inn á tækniöldina. Spjallaðu við Séní hjá Nova og komdu þér upp betra verklagi sem styttir sporin og sparar allskonar auka kostnað. Vertu í skýjunum með Séní á hradleid.is

Á námskeiðinu verður fjallað um:
  • Stofnun fyrirtækja
  • Val á rekstrarformi
  • Hvar? Hvernig? Hvað kostar?
  • Sala og fjármögnun
  • Atriði sem gott er að hafa í huga við upphaf reksturs
  • Hluthafasamkomulag
  • Kaupréttarsamningar
  • Áreiðanleikakannanir

Hagnýt atriði:

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, hvar og hvenær sem er.
  • Skráning gefur aðgang að náminu í 12 mánuði og hægt er að horfa og læra eins oft og fólk kýs á tímabilinu.
  • Námið er í 14 hlutum og er um 1,5 klst í heildina.
  • Við bjóðum upp á möguleikann að kaupa 3 MasterClass námskeið að eigin vali á 59.900 kr. og 5 MasterClass námskeið að eigin vali á 99.900 kr.
  • Námskeiðið er einnig í boði á sérkjörum fyrir fyrirtæki og stofnanir, þá aðgengilegt fyrir alla starfsmenn í gegnum netið en jafnframt sem nám inni í kennslukerfi fyrirtækja (sbr. Eloomi). Hafið samband við [email protected] fyrir nánari upplýsingar. Sjá meira um fræðsluefni og fyrirtækjaskóla Akademias hér.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.
  • Fyrirtæki geta einnig sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð (óháð starfsmanni) inná www.attin.is
  • Vinnumálastofnun veitir jafnframt möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af námskeiðsgjaldi.
  • Sendu okkur línu ef við getum aðstoðað [email protected]

Fyrir hverja? Námskeiðið er fyrst fremst áætlað nýsköpunarfélögum, aðilum sem eru að taka fyrstu skref í rekstri eða aðilum sem hafa í hyggju að stofna til reksturs utan um tiltekna hugmynd.

Leiðbeinandi:
Ævar Hrafn Ingólfsson
Ævar Hrafn Ingólfsson

Ævar Hrafn Ingólfsson er lögfræðingur sem starfar hjá KPMG. Í störfum sínum hjá KPMG fæst hann lagalega ráðgjöf til fyrirtækja þ. á m. ráðgjöf til nýsköpunarfyrirtækja.

Segðu okkur allt um þig hér fyrir neðan og við sendum á þig kóða til að komast á skólabekk með Séní!