Netöryggi 101
Netið er stærsti skemmtistaður í heimi, en það getur verið hættulegur staður fyrir greiðslukortanúmer, lykilorð, vinnukerfi og persónugreinanleg gögn. Ert þú með þinn eigin rekstur eða lítið fyrirtæki? Taktu þá netöryggið í gegn með nokkrum einföldum ráðum frá Séní hjá Nova og Atli Stefán Yngvasyni
- Af hverju að bæta netöryggi?
- Endurræstu hugarfar þitt
- Komdu þér upp lykilorðakerfi
- Settu upp lyklakippu til að styðja við lykilorðakerfið
- Kveiktu á tveggja þátta auðkenningu
- Fáðu þér sérfræðiaðstoð
- Auðkenning í gegnum þriðja aðila (SSO)
- Vertu í skýinu og taktu afrit
- Uppfærðu uppfærðu uppfærðu uppfærðu
Netöryggi 101 er fyrir ný, minni og meðalstór fyrirtæki sem vilja bæta öryggi rekstursins. Námskeiðið hentar líka fyrir persónulegt öryggi og eru einstaklingar velkomnir.
Atli Stefán Yngvason er ráðsali og rekur ráðgjafafélagið Koala. Atli Stefán er uppalinn í fjarskiptabransanum og veitir fjarskipta- og ferðaþjónustufélögum ráð í markaðsmálum og upplýsingatækni. Atli er líka alhliðanörd, fylgist vel með tækni, stofnaði tæknibloggið Simon.is og er stjórnandi hlaðvarpsins Tæknivarpið. Hann elskar að fikta í tækjum og kerfum, og er alltaf að skoða eitthvað nýtt. Hann hefur unnið nokkur verkefni í kringum Workspace og er kerfisstjóri-í-láni fyrir nokkur fyrirtæki.