Taktu fjarvinnu á næsta stig
Námskeiðið fjallar um verkefni og verkefnastýringu á tímum fjarvinnu, sem hefur margaukist útaf sottlu og hefur áhrif á flestan rekstur.
Námskeiðið kennir á fjarvinnutólið Microsoft Teams og hvernig má nýta það til að halda utan um alla þræði verkefnis. Teams hefur mjög marga kosti og getur auðveldlega komið í staðinn fyrir samskiptaforrit og geymslustaði fyrir gögn.
Góður stjórnandi í fjarstýringu þarf á svona tóli að halda og kynntar eru leiðir til að viðhalda góðu sambandi við samstarfsfólk í fjarvinnu.
- Eitt kerfi til að vinna dagleg störf, verkefni og samskipti við samstarfsfólk
- Leiðir til að úthluta verkefni og verk
- Kynning á uppsetningu sem hentar teymum í fjarvinnu
- Möguleikar kerfisins til að halda utan um frammistöðu og endurgjöf til starfsfólks
- Hvernig á að stofna nýtt verkefni í Teams fjarvinnutólinu
- Verklag til að koma í veg fyrir sóun á tíma og kostnaði í fjarvinnu
- Leiðir til að halda utan um alla þræði verkefnis á einum stað, samskipti, ákvarðanir, vinnugögn og fundi
Þetta námskeið er fyrir öll þau sem fjarvinna og þá sérstaklega þau sem vinna í teymisvinnu.
Guðný Halla Hauksdóttir er viðskiptafræðingur frá Háskóla Reykjavíkur og er með MBA frá Háskóla Íslands. Hún vinnur við að stýra upplifun á þjónustu Orkuveitu Reykjavíkur og vann lengi áður í fjarskiptageiranum. Í frístundum sínum dundar hún sér á fjöllum og ver miklum tíma í faðmi fjölskyldunnar. Hún er sannfærð um að góð þjónusta fari hönd í hönd við ánægt starfsfólk.