Dansgólfið

30. jan 2022

Þú fyrir þig!

Þú fyrir þig!

Sjálfsvirðing er ekki sjálfsögð. Það þarf að rækta hana og viðhalda henni. Stundum erum við svo upptekin af því að líta í kringum okkur, týnast í tímalínunni hjá öðrum og með augun á óraunhæfum staðalímyndum að við hreinlega gleymum okkur sjálfum. Gleymum því að við sjálf erum uppspretta alls sem gerir okkur að góðum manneskjum. Hvert og eitt.

Samfélagsmiðlar eru sífellt að uppfærast með nýjum glansmyndum um veruleikann og klippum úr lífi áhrifavalda og vina okkar, en þetta eru sérvaldir bútar sem sýna ekki endilega raunveruleikan eins og hann er. Pældu minna í hvað aðrir eru að gera, taktu tíma frá símanum fyrir þig og vertu þinn besti vinur.

Það má segja að þú sért eina manneskjan sem fylgir þér alla ævina. Þú situr uppi með þig. Frá upphafi til enda. Þannig að það er eins gott að hafa gaman, kynnast sér betur og njóta sín. Draga fram kostina, sætta sig við gallana, hjálpa sér og hrósa. Við megum alveg vera góð við okkur. Dekra okkur og gleðja. Þannig náum við fram því besta í okkur, sitjum betur í sjálfinu og höfum góð áhrif á öll hin í kringum okkur.

Því bjóðum við upp á 2 fyrir 1 tilboð af sálfræðiþjónustu á netinu hjá Mín líðan. Hver tími kostar því einungis 7.990 kr! Viðtölin fara fram í gegnum netið með öruggum hætti og það skiptir ekki máli hvar á landinu þú ert, því viðtölin fara jú fram á netinu! Þetta er frábær díll, og verður vonandi til þess að fleiri sjái sér fært að sækja sér þessa þjónustu, sem er svo sjálfsögð og nauðsynleg fyrir okkur öll.

Til að næla þér í tilboðið þarftu að hafa Nova appið við höndina og vera viss um að þú sért með nýjustu uppfærsluna af appinu.

FyrirÞig hjá Nova geymir öll bestu fríðindin í Nova appinu. Þar finnur þú nefnilega ævintýraleg 2F1 tilboð, FríttStöff sem kostar ekki krónu, MatarKlipp sem gerir daginn girnilegri og allskonar glæsilegheit sem gera þér kleift að ögra þér, kynnast þér, opna þig, hvíla þig og auðvitað elska þig. Allt þetta í Nova appinu. Gerðu eitthvað fyrir þig.

Þannig að: Þráðu þig, þekktu þig, hvíldu þig og knúsaðu þig. Sjáðu þig, skoðaðu þig, speglaðu þig og virtu þig. Gerðu meira fyrir þig á þínum forsendum.

Þú fylgir þér alla ævi. Njóttu þess. Elskaðu þig. Fyrir þig.

Mynd af Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Katrín Aagestad Gunnarsdóttir
Markaðsstjóri