Núna er Galaxy Unpacked kynningin frá Samsung nýyfirstaðin, en þar var það nýjasta, snjallasta, ferskasta og flottasta frá Samsung kynnt fyrir öllum heiminum!
Það er svo sannarlega margt spennandi á leiðinni og Samsung er á leiðinni með leikinn á nýjar slóðir!
Við byrjum á uppfærslum á Samsung Flip & Fold!
Samsung Flip6 og Fold6 voru kynntir, og það er margt nýtt og spennandi að gerast þar. Nú getur þú hámarkað snjallsímaupplifunina.
Galaxy AI aðstoðarforritið er límið í öllu sem þú gerir í Flip & Fold, sama hvort þú sért að taka myndir, vafra á netinu eða allt hitt sem er hægt að gera! Það er mikið pælt í leiðum til að auka og auðvelda sköpunargleði, betri upplifun í að fanga augnablikið á mynd eða myndband.
Samsung talar um Fold6 símann fyrir fólk sem hefur nóg að gera, er í bullandi bissnes og þarf að gera marga hluti á sama tíma. Þannig ef það hljómar eins og þú, þá er þetta síminn fyrir þig!
Elskarðu að gera margt í einu? Þú getur séð síðustu 4 forrit sem þú notaðir síðast og getur þannig hoppað á milli. Skjárinn skiptist líka í tvennt þannig þú getur verið græja margt á sama tíma. Horft á myndband, sent SMS og skoðað greinar á netinu samtímis! Nældu þér í Samsung Galaxy Flip6 og Fold6 hér!
Það er úrið til þín!
Samsung setti ótrúlega mikinn fókus á svefn, gervigreindina í Galaxy AI og að úrið sé þinn persónulegi einkaþjálfari.
Svo eru það stóru málin!
Samsung er búið að kynna Samsung Galaxy Watch Ultra, sem er svarið við Ultra týpunni frá Apple. Það kemur með bombu inn á snjallúramarkaðinn og er fyrir þau virkustu og kröfuhörðustu. Úrið er 47mm úr títaníum með hertu gleri og endurbætt GPS.
- Vatnsþolið niður á allt að 100 metra dýpi.
- Þolir hitastig á allt frá –20 °C til +55 °C.
- Mismunandi ólar fyrir öll tilefni, t.d. í sund, hlaup, hjól eða einfaldlega til að spóka sig um. Ólarnar eru sveigjanlegar, einnar smellu ólar sem hægt er að fjarlægja og festa á fljótlegan hátt sem tryggir þægindi.
Það er því sama hvort þú sért inni eða úti að leika, þá getur þú verið viss um að Watch Ultra standist hörðustu kröfurnar!
Hvernig er nýja Watch7 snjallúrið?
Varðandi svefninn þá færðu svefnstig sem segja þér hvernig þú svafst og hvað þú getur gert til að auka svefngæðin. Það er líka svefn þjálfari í úrinu sem að hjálpar þér að búa til góðar svefnvenjur, svo þú verðir ekki svefnvana. Svo er safír kristalla gler á úrinu sem á að vera svakalega sterkt, þannig þú getur farið út í allskonar ævintýri án þess að hafa áhyggjur af því að rústa úrinu þínu. við mælum auðvitað með Úrlausn hjá Nova því þá getur þú farið út að leika og skilið símann bara eftir heima. Það er allt að 40 klukkutíma rafhlöðuending. BioActive skynjarinn gerir nákvæmar púlsmælingar, sem eru stöðugt greindar af Galaxy AI og gefur þér rauntíma mynd af þínu líkamlega og andlega formi. Einnig finnur þú Energy Score, sem sýnir dagsform og hvernig þú hefur sofið.
__Nældu þér í Samsung Galaxy Watch 7 og Watch Ultra í forsölu hér! __
Hvernig hljóma þessi?
Að lokum kynntu Samsung nýja kynslóð af Buds heyrnatólunum, sem fá stóra yfirhalningu í ár í útliti. Nú er hnappaútlitið horfið á braut og sprotarnir mættir, svo þau eru keimlík AirPods frá Apple. Hleðsluboxið er einnig endurhannað og heldur nú 30 klst hleðslu með rafhlöðunni!
Fókusinn hjá Samsung er áfram á Galaxy AI, og hugmyndin er að með Buds3 heyrnatólunum getur þú látið þau vinna fyrir þig með Galaxy AI og heyrnatólin geta beinþýtt erlend tungumál beint í eyrun. Að sama skapi eru ný og betrumbætt hljóðgæði eins og hljóðdempun (e.noise-cancelling)
Svo getur þú alltaf fiktað í hljóðstillingunum í símanum þínum svo þú getir hlustað, nákvæmlega eins og þú vilt heyra!
Nældu þér í Buds3 eða Buds3 Pro í forsölu hér!
Græjurnar lenda hjá Nova 28. júlí svo tryggðu þér óskagræjuna í forsölu strax í dag!