Í heimi þar sem tæknin tengir okkur við allt og öll, er heilsan okkar orðin snjallari en nokkru sinni fyrr. Með snjalltækjum og heilsuöppum á borð við þau sem við skoðum hér að neðan, er snjallari heilsa mætt beint í lófann, úlnliðinn eða fingurinn. Hvort sem þú ert að leitast eftir betri svefni, betri yfirsýn eða öðru þá er snjöll lausn til staðar. Við hjá Nova erum á kafi í heilsutækninni og mælum með þessum snjallöppum sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum á einfaldan og skemmtilegan hátt.
Runna: Hlaupaþjálfarinn þinn!
Runna appið er eins og að hafa eigin hlaupaþjálfara í símanum eða snjallúrinu. Það býður upp á sérsniðnar æfingaáætlanir fyrir allt frá 5 km hlaupi til maraþons. Þú stillir appið auðveldlega að þínum markmiðum, getu og hraða. Hvort sem þú ert að jafna þig eftir meiðsli, byrjuð að hreyfa þig eftir fæðingu, eða að endurstilla þig eftir keppni, þá tekur Runna mið af því. Appið tengist vinsælum öppum eins og Strava og virkar frábærlega með Apple Watch, sem gerir það einfalt að fylgjast með framförum og ná draumamarkmiðunum.
Strava: Samfélagsmiðillinn fyrir íþróttafólk.
Strava er ekki bara app – það er samfélag fyrir hlaupara og hjólreiðafólk um allan heim. Appið nýtir GPS til að skrá vegalengdir, hraða og tíma, og veitir ítarlega greiningu á frammistöðu þinni. Notendur geta keppt við sjálfa sig eða aðra í skemmtilegum áskorunum, deilt æfingum sínum og fengið hvatningu frá öðrum. Það er ómissandi fyrir öll sem vilja fylgjast með árangri og tengjast öðrum.
Balance: Persónuleg hugleiðsla fyrir betra jafnvægi.
Balance er hugleiðsluapp sem sérsníðir hugleiðslur að þínum þörfum, hvort sem það er til að draga úr streitu, bæta svefn eða auka einbeitingu. Appið býður upp á fjölbreytt safn hugleiðslna sem hjálpa þér að finna jafnvægi í amstri dagsins og stuðla að betri heilsu og vellíðan.
SheSleep: Betri svefn fyrir konur.
SheSleep er sérhannað fyrir konur sem vilja bæta svefngæði og almenna vellíðan. Þetta app, þróað af Dr. Erlu Björnsdóttur, leggur áherslu á að jafna hormónastarfsemi og vinna á svefnvandamálum með persónulegum ráðleggingum og æfingum. Með snjalllausnum eins og Ultrahuman snjallhringnum getur þú einnig fylgst með svefnmynstri þínu og séð árangur í rauntíma.
Elevate: Heilinn í formi!
Ef þú vilt skerpa á minninu, bæta einbeitingu og þjálfa mikilvægusta vöðvann, heilann, þá er Elevate málið. Appið býður upp á fjölbreytta leiki sem styrkja hugarstarfsemi og hjálpa þér að fylgjast með framförum. Með Elevate getur þú gert heilaæfingar að hluta af daglegri rútínu – á skemmtilegan og gagnlegan hátt.