Nova & Hopp
Við erum svo sannarlega hoppandi kát að kynna til leiks tvær nýjar þjónustur og glænýtt Klipp í samstarfi við Hopp Reykjavík sem tryggja þér enn meira frelsi og aukin fríðindi hjá Nova.
Nú getur þú klippt og sparað með HoppKlipp í Nova appinu, þar sem þú færð fimm klipp á einungis 1.990 kr. - sem er einfaldlega lang besti díllinn á Hopp rafskútum. Þetta þýðir að þú færð 15 mínútur af hoppi á 398 kr.!
Nemar fá einnig lang besta dílinn með NemaDíl Nova, þar sem þeim býðst nú að einfalda málin og sameina áskrift að farsíma og Hopp rafskútum eða deilibílum á höfuðborgarsvæðinu. Bæbæ bílastæðagjöld og bensínpeningur!
Afnot af sendibílum Hopp verða svo í boði fyrir viðskiptavini sem nýta sér Innflutningsgjöf Nova, en þar að auki græjum við netdíl og besta dílinn á mat og drykk í Nova appinu og pössum upp á að þú komist á netið heima frá degi eitt - ekki flókið!
