Dansgólfið

10. maí 2024

Fyrst á 5.5G!

Fyrst á 5.5G!

Nova vill vera fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir og hefur verið leiðandi í innviðauppbyggingu farsímanets á Íslandi. Við viljum þannig tryggja besta netsambandið með mikilli afkastagetu og góðri upplifun notenda. Uppbygging 5G er samkvæmt áætlun og þar ætlum við að halda áfram markvissri uppbyggingu og erum við gríðarlega spennt fyrir næstu kynslóð 5G, en við erum meðal þeirra fyrstu í Evrópu sem hefja tilraunir á nýju 5.5G tækninni

Nova hefur nú þegar tryggt sér tilraunaleyfi hjá Fjarskiptastofu og hafið prófanir á næstu kynslóð 5G sem nefnist MMwave, eða 5G+/5.5G.

Nova er með þeim fyrstu í Evrópu sem hefja tilraunir með þessa tækni

"Við erum farin að prófa næstu kynslóð, eða 5.5G, sem má segja að sé 5G sinnum tíu þegar kemur að hraða. Við settum óformlegt Íslandsmet þegar við náðum 10 Gpbs hraða í niðurhali gegnum farsímasendi okkar uppi á Lágmúla núna í maíi 2024 en við settum þar upp búnað og öfluðum okkur tilraunaleyfis hjá Fjarskiptastofu.

Það eru víða hafnar tilraunir með þessa tækni en enn sem komið er bjóða fáir aðilar á markaði upp á þessa þjónustu, þar sem takmarkað er í boði af endabúnaði, símum og netbeinum sem styðja við þessa tækni. Við sjáum að mörg fjarskiptafélög, bæði í Evrópu og víðar, hafa verið að prófa og eru jafnvel komin með þjónustu í loftið. Þetta er svo náttúruleg þróun. Eftir því sem fleiri markaðir styðja þessa þjónustu fara handtækin að styðja það. Þetta mun gerast með tímanum."

Það eru ekki mörg tæki í umferð í dag sem styðja 5.5G, en það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að tæknin kemur á undan og græjurnar koma í kjölfarið. Það mætti því segja að það sem tæknibyltingar eiga sameiginlegt er að þær búa til tækifæri til þess að búa til nýjar þjónustur.

5.5G býður einnig upp á möguleikann á háhraða heimatengingum á landsbyggðinni þar sem ljósleiðarinn hefur ekki verið lagður, hvort sem það er vegna kostnaðar eða annarra takmarkana, þar er hægt að bjóða upp á 5.5G heimatengingar og vera með sömu þjónustu og gæði og ljósleiðari. Þannig er hægt að ná háhraða nettengingum nánast hvar sem er á landinu.

Þetta er auk þess afar hentug tækni til að nýta á margmennum viðburðum utandyra, líkt og Menningarnótt í Reykjavík og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum þar sem eru háar kröfur um hraða og gæði á sama tíma og það er mikið álag á þjónustunni.

Þannig hafa, og munu, miklar fjárfestingar Nova í innviðum og nýrri tækni á endanum skila sér margfAllt í gæðum og þjónustu til viðskiptavina, og þar með í ánægju.

Mynd af Ólafur Magnússon
Ólafur Magnússon
Framkvæmdastjóri Tækni & Nýsköpunar