Dansgólfið

1. júlí 2024

Enski boltinn í Sjónvarp Símans Premium hjá Nova í haust

Enski boltinn í Sjónvarp Símans Premium hjá Nova í haust

Frá og með 1. ágúst mun Síminn Sport og Enski boltinn verða hluti af Sjónvarpi Símans Premium og hverfa úr NovaTV.

Fyrir fótboltaþyrsta íþróttaaðdáendur sem geta ekki hugsað sér lífið án boltans höfum við líka góðar fréttir, því á sama tíma munum við hefja sölu á Sjónvarpi Símans Premium sem verður aðgengilegt í Sjónvarpi Símans appinu. Þannig getur þú keypt, sagt upp, fiktað og leikið þér með áskriftina þína hjá Nova í Stólnum á nova.is en svo færðu aðgang og horfir á boltann og fleira gott efni!

Áskrifendur að Símanum Sport á NovaTV þurfa ekki að lyfta fingri, heldur breytist áskriftin sjálfkrafa í Sjónvarp Símans Premium áskrift. Frá og með 1. ágúst nk. munt þú geta skráð þig inn í Sjónvarp Símans appið með rafrænum skilríkjum og horft á Enska boltann.

Sjónvarp Símans Premium áskrift hjá Nova verður á besta dílnum á 6.990 kr. og mætir á nova.is 1. ágúst.

Ef þú ert með áskrift að Símanum Sport á NovaTV og hefur ekki hug á því að þjónustan breytist í Sjónvarp Símans Premium getur þú alltaf farið í Stólinn á nova.is og sagt upp áskriftinni.

Við minnum líka á að núverandi áskrifendur að Símanum Sport á NovaTV greiða ekki krónu fyrir áskriftina sína í júní og júlí.

Ef þú ert með spurningar bíðum við eftir þér á netspjallinu öll kvöld til kl 22:00.

Mynd af Þuríður Björg Guðnadóttir
Þuríður Björg Guðnadóttir
Framkvæmdastjóri Nova upplifunar