Innan skamms mun Síminn Sport koma á Nova TV og þú munt geta horft á enska boltann með Apple TV á Nova TV.
Nova og Síminn hafa samið um dreifingu á enska boltanum í gegnum Síminn Sport á Nova TV. Hægt verður horfa á útsendingarnar í gegnum Apple TV, snjallsíma, spjaldtölva og á novatv.is. Nova TV appið verður fáanlegt fyrir Android TV á næstunni. Báðar íþróttastöðvar Símans verða aðgengilegar í Nova TV, en þriðju stöðinni verður bætt við þegar útsendingar verða frá leikjum í 4K-gæðum.
Enska úrvalsdeildin hefst 9. ágúst næstkomandi og þá færast útsendingar frá Sýn yfir til Símans og þá er frábært tækifæri til að hætta að vera risaeðla, losa sig við myndlykilinn og spara helling í leiðinni!
Nova TV er sjónvarpsþjónusta frá Nova fyrir alla á Íslandi fyrir 0 kr. mánuði. Framtíð sjónvarpsins er á netinu og eina sem þarf er öflug háhraða nettenging inná nútímaheimilið.
Með Nova TV einföldum við aðgengi að opnu stöðvunum á einum stað. Segðu bless við myndlykilinn og óþarfa mánaðargjald. Þú getur sparað tugi þúsunda á ári með því að borga ekki fyrir óþarfa.
Þú sækir Nova TV appið fyrir Apple (iOS), Apple TV í App Store og Google Play Store með því að leita að “Nova TV Iceland”. Losaðu þig við fjarstýringasúpuna og vertu bara með Apple TV: Litli svarti kassinn sem töfrar fram allt það sem þú vilt horfa á. Þú ert dagskrárstjórinn með aðgengi að nýjum bíómyndum, sjónvarpsþáttum, íþróttum, allskonar öppum og leikjum.