Nova býður uppá buslandi blauta tónleika með ClubDub dúóinu í Laugardalslaug fimmtudaginn 27. júní. Skildu símann eftir í búningsklefanum og njóttu alvöru upplifunnar með okkur.
Við hjá Nova viljum að viðskiptavinir fái alltaf mest fyrir peninginn og FyrirÞig fríðindaklúbburinn tryggir að þú fái alltaf besta dílinn og svo sannarlega MargfAllt FyrirÞig.
Viðskiptavnir Nova finna nefnilega frían miða á viðburðinn undir FríttStöff í Nova appinu. Aðrir gestir geta nálgast miða á tix.is á litlar 1.300 kr.
Auk þess bjóðum við í FríttSund í FríttStöff í tvær laugar í Reykjavík öll laugardagskvöld kl 18-21 í allt sumar. Það er nefnilega svo mikilvægt að njóta þess stundum að vera saman án síma og leyfa sér að leika og busla.
,,Þrátt fyrir að vera fjarskiptafyrirtæki þá erum við hjá Nova mjög meðvituð um að óhóflegum skjátíma fylgja skuggahliðar og við viljum taka virkan þátt í því að búa til heilbrigðar símavenjur, sérstaklega hjá unglingum og ungu fólki.
Þess vegna fannst okkur upplagt að bjóða öllum okkar viðskiptavinum í sund og skutla í glæsilega BUSL tónleika með ClubDub í leiðinni. Við hvetjum allt ungt fólk á öllum aldri til að mæta, læsa símann inni í klefa og bara skemmta sér í sundi, busla og fíflast smá”
Öll laugardagskvöld í sumar mun Nova einnig bjóða viðskiptavinum frítt í sund á höfuðborgarsvæðinu. Með þessu viljum við hvetja til símalausar samveru með fjölskyldu og vinum og vekja athygli fólks á kostum þess að fara í sund og taka pásu frá símunum og sér í lagi samfélagsmiðlum. Rannsóknir hafa sýnt að óhófleg skjánotkun getur til dæmis haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og og margt fleira.
Á hinn bóginn þarf ekki að tvínóna við alla kosti þess að iðka sund en bæði felur það í sér heilsusamleg áhrif sem og félagsleg. FríttSund er liður í stefnu okkar um að hvetja viðskiptavini til að skemmta sér án aðkomu síma og nýta sér sundlaugar borgarinnar í allt sumar.
Frítt verður í tvær tilteknar sundlaugar um hverja helgi í sumar en um er að ræða eftirfarandi laugar: Árbæjarlaug: 29. júní, 20. júlí og 17. ágúst. Breiðholtslaug: 22. júní, 13. júlí, 10. ágúst og 31. ágúst. Dalslaug: 15. júní, 29. júní, 27. júlí og 17. ágúst. Grafarvogslaug: 6. júlí, 3. ágúst og 24. ágúst. Laugardalslaug: 6. júlí, 27. júlí og 24. ágúst. Sundhöll Reykjavíkur: 22. júní, 20. júlí og 31. ágúst. Vesturbæjarlaug: 15. júní, 13. júlí, 3. ágúst og 10. ágúst.