Hvers vegna erum við að slökkva á 2G og 3G?
Þann 28. janúar slökktum við á 2G farsímakerfinu hjá Nova.
Þegar við slökkvum á 2G og 3G þá erum við að fylgja þróun á heimsvísu sem miðar að því að fasa út úrelta tækni og halda áfram að byggja ofan á eitthvað nýtt og spennandi! Við erum í rauninni bara að búa til pláss til að stækka og þétta 4G og 5G kerfið okkar og gera það að því allra besta sem er í boði. Það er verið að undirbúa framtíðina.
Öll fjarskiptafélög á Íslandi taka þátt í þessu verkefni og þær upplýsingar má finna á vef Fjarskiptastofu.
Flestir nýir takkasímar styðja VoLTE, en ef þú ert í vafa getum við aðstoðað þig við að komast að því. Annars eigum við síma sem styðja VoLTE í öllum stærðum og gerðum. Þú finnur frábæra díla á 4G VoLTE símum í vefverslun!
Einnig er viðbúið að eldri símar, öryggiskerfi, veghlið, krakkaúr og annars konar búnaður hjá viðskiptavinum muni hætta að virka. Sé búnaðurinn á vegum þriðja aðila hvetjum við þig til að heyra í sölu- og þjónustuaðilum og kanna hvaða möguleikar eru í boði fyrir þig.
Gerðu ráðstafanir sem allra fyrst til að uppfæra græjuna þína svo þú sért áfram í besta sambandinu hjá Nova!