Dansgólfið

9. sept 2024

Apple lýsir upp snjallsíma­brans­ann!

Apple lýsir upp snjallsímabransann!

Apple Keynote haustkynningin er búin og við þurfum svo sannarlega að ræða nokkra hluti.

Það eru alltaf stórar fréttir þegar Apple heldur kynningarnar og við höfum tekið saman það helsta.

Það var viðbúið og pískrið búið að kvissast út að nýjasta undrið, iPhone 16 væri á leiðinni. Það eru ýmsar uppfærslur að eiga sér stað á milli ára, en helstu breytingarnar eru líklega myndavélarnar og myndavélatakkinn ásamt Apple Intelligence. Svo stækka símarnir á milli ára!

Hér finnur þú allt það helsta um Apple Keynote kynninguna:

iPhone 16 og 16 Plus

  • Stærðir: 6.1” og 6.7”
  • Litir: White, Black og nýir litir: Pink, Ultramarine, og Teal.
  • Ný Ceramic shield blanda í glerinu. 50% sterkari en áður.
  • Stærri rafhlaða sem nýtir A18 örgjörvann til að lengja rafhlöðuendinguna.
  • 2000 nits birtuhámark og allt niður í 1 nit í myrkri.
  • A18 örgjörvi - nýr örgjörvi í grunnmódelið í fyrsta sinn.
  • 30% hraðari og 30% sparneytnari örgjörvi en í iPhone 15
  • 48MP main +12MP telephoto myndavél í einni linsu - "Fusion" -12MP Ultrawide myndavél. -Hægt að taka "Spatial" myndir og myndbönd sem hægt er svo að skoða í Apple Vision Pro.
  • Camera Control - sem er ekki takki heldur haptci feedback flötur. Eins og trackpad á Macbook tölvum. Notast til að eiga við myndatökur og eftirvinnslu. -Ný nálgun á Action takkann. Fleiri sérstillanlegir fítusar. -WiFi 7 stuðningur.

lcimg-81d2fc82-93f0-445a-9dde-220f1a9d3044

iPhone 16 Pro og 16 Pro Max

Flaggskipslínurnar koma aftur á óvart og núna er Apple Intelligence samofið allri upplifun í græjunni.

lcimg-a158628d-a9a7-43d6-b6b3-9ff9e64078c1

  • Stærðir: 6.3” og 6.9” -Þynnri rammi sem nýtir meira af skjánum.
  • A18 Pro örgjörvi
  • Litir: Black, White, Silver og "Desert." -"Sér" Apple Intelligence möguleikar sem eru bara í boði fyrir iPhone 16 Pro -Betri rafhlöðuending.

Myndavélar:

  • 48MP main +12MP telephoto myndavél í einni linsu - "Fusion" -48MP Ultrawide -12MP Telephoto

lcimg-57fe0c83-ac07-40b9-a141-38abc5427e8d

Apple Intelligence:

-Apple stekkur á gervigreindarvagninn. -Passar upp á þig og gögnin þín. -Apple þræðir AI inn í allt umhverfið. -Endurskrifaðu allt sem þú skrifar. AI í staðinn fyrir autocorrect! -Búðu til þín eigin tjákn (emojis) með AI. -AI straumlínulagar tilkynningarnar í símanum. Þú sér samantekt af tölvupóstunum þínum í stað viðfangs. -AI raðar tilkynningunum þínum í forgangsröð. -AI lærir á þig og hvernig þú hagar þér í símanum og getur mælt með hinum og þessum aðgerðum. -AI kemur í USA í Október og fleiri löndum í Nóvember. Kemur svo í fleiri tungumálum 2025. Líklega langt í Ísland. -Taktu mynd af plakati með dagsetningu og AI býr til viðburð í dagatalið þitt upp úr því. -"Tap to search" fítus í myndavélina. Taktu mynd og láttu AI leita að viðfangsefninu og alls konar fítusar.

lcimg-a1dc7ff8-8812-49a0-9088-15e8a2c02bc5

Apple Watch Series 10

lcimg-0788a5c6-6e98-425b-89ad-745956986311

  • Ný hönnun, stærri skjár og þynnra úr.
  • Minnkaðar brúnir
  • IonX gler yfir skjánum
  • 40% Bjartari skjár til að kíkja á úrið á fundum þegar horft er á hlið
  • Litir: Jet black, rose gold, silver aluminum
  • 9,7 mm á þykkt
  • Nýr hátalari - nú getur þú hlustað á tónlist og hlaðvörp af úlnliðnum
  • 30 mínútna hleðsla kemur þér upp í 80% batterí
  • Titanium í stað StainlessSteel módelsins.
  • Úrið fylgist með og lætur þig vita ef þú sýnir einkenni þess að þjást af kæfisvefni

Apple Watch Ultra 2 uppfærsla

-Ekkert Ultra 3 í ár. -Nákvæmasta GPS kerfi sem fyrirfinnst í snjallúrum. -Ultra býður núna upp á offline maps. Vertu með leiðina þína vistaða á úrinu án þess að vera í netsambandi. -Aukin rafhlöðuending. -Nýr litur: Satin Black. Apple Watch sem Batman myndi kaupa. -Nýar ólar: Milanese loop og Hermes.

lcimg-aa38e51f-35a5-43a6-9f62-6c0db1f1d845

Ný kynslóð af AirPods!

AirPods 4:

-Betri bassi og spatial audio með H2 örflögu. -Nú getur þú svarað SIRI með heyrnatólunum með því að jánka eða hrista hausinn. -USB-C hleðsluport. -30 klst hleðsla (Með hleðsluöskjunni) -ANC í fyrsta sinn í AirPods (grunnmódelinu) -Tvær grunntýpur (ANC og ekki ANC) -Hátalari í hleðsluöskjunni fyrir FindMy fítusinn.

lcimg-ffea3ab8-7084-42ac-bc46-ae4b3e638820

AirPods Max:

-Uppfærsla -Nýir litir -USB-C hleðsla lcimg-54852cb1-fe26-45d2-b8bd-4373bc0af39e

AirPods Pro 2:

  • Uppfærsla
  • Mikil áhersla á heyrnaheilsu
  • Fítus sem virkar eins og heyrnatæki og eyrnatappar í sömu græjunni.

lcimg-6a6d0e6b-b988-47c4-ad33-024ab870b72d

Það er alltaf gott að taka hlutina saman í lokin fyrir einfalda yfirferð:

  • 4 nýir símar: iPhone 16, 16 Plus, 16 Pro og 16 Pro Max
  • Apple Watch 10 og Apple Watch Ultra 2 uppfærsla.
  • Glæný AirPods4, uppfærsla á Airpods Pro og AirPods Max
  • Apple Intelligence kynnt til leiks sem tekur yfir allt Apple umhverfið.
  • Glænýtt "Camera control" sem umbyltir myndavélaleiknum í snjallsímabransanum.

Við látum að sjálfsögðu vita um leið og forskráning hefst á vef Nova.

Mynd af Elín Bríta Sigvaldadóttir
Elín Bríta Sigvaldadóttir
Vörustjóri - Græjur og tæki