Þann 5.5.2020 fór 5G í loftið hjá Nova, fyrst á Íslandi - algjör drauma dagsetning! Við byrjuðum prófanir í febrúar 2019 og nú er uppbygging á þjónustusvæði 5G í blússandi gangi, við erum rétt að byrja!
Sendarnir sem komnir eru í loftið eru í nágrenni við Lágmúla og við höldum markvisst áfram að stækka þjónustusvæðið okkar þar sem þörf er á aukinni afkastagetu. Við bíðum spennt eftir að koma með 5G til allra sem vilja fljúga inn í framtíðina á ógnarhraða.
Við lærðum margt árið 2020 á tímum veðra og vírusa, ekki síst hversu mikilvæg uppbygging fjarskiptakerfa er og Nova hefur lagt út í umtalsverða innviðafjárfestingu til að vera á undan þörfinni fyrir aukna afkastagetu á farsímanetinu.
En hvað þýðir 5G?
5G er svo miklu meira en bara eitt G í viðbót, 5G er tíu sinnum hraðara en 4G. 5G er skrefið í átt að fleiri nýjungum sem bæta og einfalda líf okkar. Fyrir nokkrum árum hefðum við aldrei geta hugsað okkur að Áhrifavaldur yrði starfsheiti, eða að við gætum spjallað við heimilistækin okkar. Netið hefur breytt lífi okkar á ógnarhraða svo til þess að segja til um framtíðina og hvernig 5G á eftir að hafa áhrif á hana verðum við að hugsa langt út fyrir kassann!
Meiri nethraði felur í sér mikil tækifæri og sagan hefur kennt okkur að stór stökk í nethraða hefur leitt af sér stofnun fjölda nýrra fyrirtækja og oft miklar breytingar í daglega lífinu okkar.
Með 5G opnast stór tækifæri í nýsköpun og tækni, þá verður hægt að búa til samskiptanet á milli ótal tækja, hvort sem það eru tæki á heimilinu eða hreinlega farartæki. Sjálfkeyrandi bílar munu koma og 5G er forsenda þess að þessi farartæki tali saman. Þegar umferðin er orðin snjöll þá munum við kannski kveðja endalausar bílaraðir og bið. Þegar ísskápurinn verður tómur gætir þú fengið sjálfkrafa drónaheimsendingu með öllu sem þú þarft. Fjarskurðaðgerðir og hvaðeina! Ef þú getur ímyndað þér það, verður það ábyggilega hægt í framtíðinni.
Einmitt þess vegna er uppbygging fjarskiptakerfa mikilvæg innviðafjárfesting sem sér til þess að við séum tilbúin fyrir að taka næsta skref inn í spennandi og snjalla framtíð.
Nova hefur verið leiðandi í innleiðingu nýrra kynslóða fjarskiptatækni. Við settum upp fyrsta 3G farsímakerfið hér á landi árið 2006, hófum 4G þjónustu árið 2013 fyrst fyrirtækja, 4.5G þjónustu árið 2017, vorum fyrst til að hefja prófanir á 5G og í dag setjum við hraðasta farsímanetið á landinu í loftið!