Blóð­syk­urs­mæl­ir

Taktu heilsuna á næsta stig!

M1 blóðsykursmælirinn frá Ultrahuman gefur þér innsýn í hvernig mismunandi matvæli hafa áhrif á þinn líkama, æfingar, svefn og alhliða heilbrigði.

M1 er sílesandi blóðsykursmælir sem mælir blóðsykurinn þinn allan sólarhringinn í 14 daga samfellt svo þú getir hámarkað heilsu þína, bætt mataræðið og komið þér í topp form.

Aðlagaðu mataræðið þitt að þínum líkama
Uppgötvaðu hvaða matvæli henta þínum líkama best og gerðu breytingar sem henta þér. Hver og einn bregst á mismunandi hátt við mismunandi matvælum. Með M1 sílesandi blóðsykursmælinum getur þú sniðið mataræðið þitt að þínum líkamlegu þörfum.

Fylltu betur á tankinn fyrir æfingarnar
M1 mælirinn sýnir þér hversu vel þú nærir þig fyrir æfingar og lætur þig vita hvenær líkaminn þinn er fullkomlega nærður fyrir næstu æfingu.

Bættu svefngæðin með betri blóðsykri á næturna
Blóðsykursgildin þín á nóttunni hafa áhrif á svefngæðin þín og endurheimt. Þú getur aðlagað matarvenjur útfrá innsýn í þín blóðsykursgildi á næturna.

M1 mælirinn er lítill skynjari sem er límdur á þig eins og plástur og inniheldur skynjara sem talar við appið í símanum þínum.

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í verslun Nova í Lágmúla og fengið þér kaffibolla þegar þú sækir nýja dótið þitt!

Lagerstaða

Blóðsykursmælir

Skoðaðu hvernig þú getur dreift greiðslunum

2 Greiðslur
Frá
12.817 kr. / mán
Heildargreiðsla
25.634 kr.
ÁHK
44.18%