Super Slide Þrauta­púsl

GiiKER Super Slide er skemmtilegt og krefjandi þrautapúsl sem hentar öllum aldurshópum. Markmiðið er að koma rauða kubbnum á réttan stað með því að færa aðra kubba úr vegi. Með yfir 500 mismunandi útfærslur og ólík erfiðleikastig býður leikurinn upp á endalausar áskoranir sem styrkja rökhugsun, einbeitingu og lausnamiðaða hugsun. 
 
Super Slide er með LED skjá sem segir þér hvernig á að stilla upp næstu þraut og heldur utan um þær þrautir sem þú hefur leyst. Þetta er fullkomin gjöf fyrir þau sem elska heilaleiki. Super Slide er létt, nett og einfalt í notkun – tilvalið til að taka með í ferðalög eða grípa í heima við.

Verslaðu allt sem þú vilt á netinu og við sendum heim til þín eða á næsta afhendingarstað Dropp. Þú getur líka valið að sækja í verslun Nova í Lágmúla og fengið þér kaffibolla þegar þú sækir nýja dótið þitt!

Lagerstaða

Super Slide Þrautapúsl