Má bjóða þér á Trúnó?

Geðrækt á vinnustaðnum

Eigum alvöru Trúnó saman! Markmiðið að auka vitund og skilning stjórnenda á geðheilbrigði á vinnustað og byggja upp færni til að taka þátt í innihaldsríkum samtölum um andlega líðan við starfsfólk sitt. Viðburðurinn verður haldinn í Nova Lágmúla á 4. hæð þann 30. október kl 16:00 - 18:00

Geðrækt á vinnustaðnum
Skrunaðu

Svona verður Trúnó!

Á vinnustofunni ætlum við að fjalla um þær áskoranir sem stjórnendur og starfsfólk standa frammi fyrir og bregðast þarf við tengt geðheilsu á vinnustaðnum.

Við setjum forvarnir í fókus og lærum að huga að birtingarmyndum góðrar og slæmrar geðheilsu á vinnustöðum og hvernig skal gripið inn í vanda áður en í krísu er komið.

Svo tileinkum við okkur færni og öryggi til þess að stíga inn í og líta inn til starfsfólks sem sýnir merki um að vera að ströggla. Á þann hátt tileinkum við okkur innlit og alvöru samtöl.

Svona verður Trúnó!

Helena hjá Mental ráðgjöf

Mental ráðgjöf býður upp á fræðslufyrirlestra sem ætlað er að veita upplýsingar og vekja stjórnendur og starfsfólk til vitundar um mikilvægi þess að huga að geðheilbrigði á vinnustað um leið og markmiðið er að færa þeim gagnleg og árangursrík verkfæri til að hlúa að eigin geðheilsu og þeirra sem í kringum okkur eru.

Helena Jónsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Mental. Hún er klínískur sálfræðingur með áralanga reynslu sem slíkur. Í störfum sínum undanfarin 25 ár hefur Helena öðlast víðtæka reynslu á ólíkum sviðum rekstrar, stjórnunar og nýsköpunar.

Helena hjá Mental ráðgjöf

Skráðu þig á Trúnó hjá Nova hér að neðan og segðu okkur allt um þig!

Ég samþykki að Nova megi hafa samband við mig í síma og tölvupósti með alls konar díla, nýjustu fréttir og dúndur tilboð.