Baksviðs
Vinnustaðurinn Nova
Stærsti skemmtistaður í heimi!
Í Nova liðinu eru um 150 dansarar sem dansa saman í takt í átt að markmiðum okkar. Við trúum því staðfast að gleði, diskó og hvatning skili árangri — til viðbótar við frábæran hóp og endalausa gleði! Við erum alltaf að leita leiða til að læra, vaxa og skora á okkur sjálf. Stærsti skemmtistaður í heimi er ekki bara slagorð. Það er DNA-ið okkar.
Markmið Nova
Síðan dyrnar að Stærsta skemmtistaðnum voru opnar höfum við starfað eftir sömu markmiðunum en þau höfum við alltaf að leiðarljósi í forgangsröðun verkefna og daglegum ákvarðanatökum.
Besti vinnustaður í heimi
Frá upphafi höfum við verið Fyrirmyndar fyrirtæki á vegum VR en við erum sérstaklega stolt, auðmjúk og þakklát fyrir það að hafa fengið nafnbótina Fyrirtæki ársins. Við trúum að með því að vera besti vinnustaður í heimi, þá fyrst eigum við möguleika á að eiga ánægðustu viðskiptavinina – því allt byrjar þetta innra með okkur!
Ánægðustu viðskiptavinirnir
Nova hefur átt ánægðustu viðskiptavinina í farsímaþjónustu samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni sl. 16 ár og það er viðurkenning sem við erum einstaklega þakklát fyrir og eitthvað sem gerist svo sannarlega ekki að sjálfu sér. Slíkum árangri væri ekki hægt að ná nema með besta liðinu en við leggjum okkur öll fram við það alla daga að skapa besta vinnustaðinn.
Eitt stærsta og sterkasta vörumerki á Íslandi
Gott orðspor selur og við viljum vera eitt stærsta og sterkasta vörumerki á Íslandi! Við erum eina fyrirtækið á Íslandi sem hefur verið Markaðsfyrirtæki ársins í þrígang, höfum verið tilefnd sem vörumerki ársins af Brandr, höfum hlotið fjölda lúðra fyrir auglýsingar, viðburði og fleira skemmtilegt! Við höldum áfram taktföstum dansi með stuðið að leiðarljósi á öllum okkar snertiflötum!
Besta netsambandið
Netið er stærsti skemmtistaður í heimi. Okkar markmið er að viðhalda kerfi sem afkastar umfram eftirspurn og tryggja að viðskiptavinir Nova séu alltaf með besta netsambandið. Í dag nær farsíma- og netkerfi Nova til yfir 98% landsmanna og var Nova fyrst til að bjóða Íslendingum upp á 4G, 4.5G og 5G farsíma- og netþjónustu. Við keppumst einnig við að koma snjöllum og nýstárlegum lausnum á dansgólfið.
Hvers vegna að vinna hjá Nova?
Eitt af markmiðum okkar er að vera besti vinnustaður í heimi. Við viljum byggja ofan á sterka Nova kúltúrinn þar sem við eru metnaðarfull & fögnum öllum sigrum með því að vera áfram opin & framsækin í að vera stöðugt að bæta okkur sjálf og Nova. Með því að hlúa að Nova kúltúrnum munum við efla og draga að hæfileikafólk sem vill vaxa og dafna persónulega og í starfi og gerir okkur að besta liðinu. Það eru margar góðar ástæður fyrir því að vinna hjá Nova.
Jafnrétti er ákvörðun!
Allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova er jafnlaunavottað og er eitt af 59 fyrirtækjum ásamt 6 sveitarfélögum og 11 opinberum aðilum sem hafa hlotið viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA.
Vinnustaðurinn Nova
Nova kúltúrinn
Hjá Nova hlaupum við hratt og viljum sífellt skora á! Við skorum á okkur sjálf, hvort á annað og ekki síst úreltar lausnir. Keppnisandinn og metnaðurinn ræður ríkjum og við höfum löngun til að sigra og gera betur í dag en í gær.
Nova skólinn
Öll sem hefja störf hjá Nova fara í Nova skólann þar sem við stillum saman strengi og kennum danssporin svo við séum öll að dansa í takt með markmiðin okkar að leiðarljósi. Við viljum skapa umhverfi þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa og dafna – bæði í starfi en ekki síst sem persónur!
Studio 77
Studio 77 er starfsmannafélag Nova. Okkur þykir mikilvægt að fagna öllum sigrum, stórum og smáum – og nýtum til þess hvert tækifæri sem okkur gefst! Við elskum auðvitað gott partý en teljum fegurðina ekki síður felast í hversdagsleikanum og við leggjum mikið upp úr því að brjóta upp vinnudaginn og bregða á leik.
Sveigjanleiki
Við viljum skora á gamaldags skrifstofulíf og öllum dönsurum stendur til boða að taka fókusdaga að heiman, nú eða á ströndinni á Tene! Við horfum fyrst og fremst á árangur og vitum að góð samskipti og vel samstillt dansspor stuðlar að sveigjanlegra vinnuumhverfi.
Jafnrétti hjá Nova
Jafnrétti er ákvörðun og er Nova jafnlaunavottað fyrirtæki þar sem allir dansarar á stærsta skemmtistaðnum njóta jafnra launakjara fyrir jafn flókna dansa. Nova er jafnframt er eitt af 53 fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið viðurkenninguna Jafnvægisvog FKA fyrir að vera með jöfn hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.
Dansaðu með okkur á stærsta skemmtistað í heimi!
Við hlaupum hratt og leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild. Nova er skemmtilegur og sveigjanlegur vinnustaður þar sem mikið er lagt upp úr sjálfstæðum vinnubrögðum, skemmtilegu samfélagi starfsfólks, góðum starfsanda og liðsheild.
Við viljum skapa umhverfi þar sem starfsfólkið okkar fær tækifæri til að læra og vaxa í starfi, bæði á vinnustaðnum og persónulega. Starfsfólk Nova fær fjölda tækifæra til að auka við færni sína, skora á sig og verða þannig verðmætari starfskraftur.
jobAdvertisement.notAvailable
Leikskipulag
Samskipti milli starfsmanna og deilda eru óformleg, við erum öll í sama liðinu! Stjórnunar- og starfsmannastefna Nova er einföld: Komdu fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig, vertu góð fyrirmynd og láttu verkin tala.
Skemmtana- & framkvæmdastjórn leiðir Nova liðið áfram og hefur samtals meira en 70 ára reynslu í fjarskipta- og tæknigeiranum. Margrét og Þuríður hafa starfað hjá Nova frá upphafi. Þórhallur er reynslumikill sérfræðingur á sínu sviði sem hefur starfað hjá Nova frá 2017/2018. Ólafur hóf störf hjá Nova vorið 2023 og hefur mikla reynslu úr fjarskiptageiranum, m.a. hjá alþjóðlega fjarskiptafyrirtækinu 3 í Svíþjóð. Renata hóf störf hjá Nova vorið 2024 og hefur víðan bakgrunn í vöruþróun og stefnumótun.