Skilmálar
NovaTV persónuverndarstefna
NovaTV er sjónvarps- og streymisþjónusta sem er hægt að nálgast í gegnum NovaTV appið eða á novatv.is
Nova hf., Lágmúla 9, 108, Reykjavík, er ábyrgðaraðili við vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við notkun á NovaTV.
Ítarlegri upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hjá Nova má nálgast hér.
Hvaða persónuupplýsingar er verið vinna?
Við skráningu þarftu að gefa upp kennitölu, netfang og símanúmer, fleira þarf ekki til að geta nýtt sér þjónustuna.
Ef þú ákveður að kaupa áskrift að sjónvarpsstöðvum eða streymisveitum innan NovaTV þarftu að gefa upp greiðslukortanúmer.
Einnig eru unnar upplýsingar um notkun þína á þjónustunni.
Hver er tilgangur vinnslunnar?
Tilgangur vinnslu persónuupplýsinga er að veita þér aðgang að sjónvarpsefni á NovaTV.
Miðlun persónuupplýsinga
Persónuupplýsingum um þig kann að vera miðlað til samstarfsaðila NovaTV sé það nauðsynlegt til að þú getir nýtt þér áskriftarþjónustu sem aðrir en Nova bjóða.
Vinnsluheimild
Vinnsla þeirra persónuupplýsinga sem nauðsynleg er vegna notkunar NovaTV byggir á samningi við þig sem notanda, við þurfum vissar upplýsingar til að þú getir notað NovaTV.
Þá eru upplýsingar um notkun þína á þjónustunni einnig nýttar til að bjóða þér tilboð á tengdum vörum og þjónustu hjá Nova og eru það lögmætir hagsmunir Nova að geta bætt þjónustu sína við þig.
Öryggi persónuupplýsinga
Við þróun og rekstur kerfisins hefur verið gripið til viðeigandi ráðstafana til að tryggja að gögn komist ekki í hendur óviðkomandi, þeim verði ekki breytt, þau eyðilögð eða að þau tapist.
Þín réttindi
Þú átt rétt á að fá upplýsingar um þau gögn sem vistuð eru vegna notkunar á NovaTV, ásamt því að fá afhent eintak af slíkum gögnum.
Þú átt rétt á að fara fram á að rangar persónuupplýsingar séu leiðréttar og að upplýsingum sé eytt. Þú átt einnig rétt á því að mótmæla vinnslu persónuupplýsinga og óska eftir því að vinnsla þeirra sé takmörkuð. Þú átt einnig rétt á að fara fram á að fá persónuupplýsingar þínar afhentar á tölvutæki formi, eða þær verði fluttar beint til þriðja aðila.
Hægt er að hafa samband við persónuverndarteymi Nova með tölvupósti á [email protected] óskir þú eftir að nýta einhver af réttindum þínum, viljir frekari upplýsingum um vinnslu persónuupplýsinga eða til að koma á framfæri ábendingum sem varða hana.
Teljir þú að vinnsla persónuupplýsinga sé ekki í samræmi við þau lög sem um hana gilda getur þú sent erindi til Persónuverndar.