Baksviðs

24. jan 2025

Takk fyrir okkur í sextán ár!

Takk fyrir okkur í sextán ár!

Það er svo sannarlega tilefni til að segja takk. Mjög oft. Takk, takk, takk, takk, takk fyrir okkur.

Við erum ótrúlega takklát fyrir að hafa fengið viðurkenninguna Ánægðustu viðskiptavinirnir á Íslandi á netinu, 16. árið í röð samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni núna í síðustu viku.

16 ár af ánægðustu viðskiptavinunum er svo sannarlega ekki sjálfgefinn árangur, en með því að dansa öll saman í takt með sameiginlegum markmiðum þar sem við viljum vera besta liðið sem skilar ánægðustu viðskiptavininunum og flottasta vörumerkinu. Það er hreint út sagt stórkostlegt að sjá hækkun milli ára - þar sem við viljum stöðugt vera að bæta okkur sjálf og Nova. Þetta gerist bara með metnaðarfullu liði sem er opið & framsækið og við viljum leggja okkur fram við að gera alltaf betur á hverjum einasta degi!

linurit-islenska-anægjuvogin (2)

Svona sigur fyllir okkur orku og gleði til að halda áfram. Við trúum því að með gleðina að vopni skili það sér í enn meiri árangri. Það er einmitt þannig sem við höldum áfram að vaxa og dafna, og tryggja þar með framtíðarárangur Nova. Við vonum að við fáum að segja TAKK við ykkur á hverju einasta ári.

Á árinu 2024 héldum áfram að styrkja og stækka FyrirÞig fríðindaklúbbinn okkar með spennandi nýjungum og viðbótum og við viljum tryggja að hjá Nova fáir þú alltaf mest fyrir peninginn. Við héldum okkar striki í fjárfestingum í fjarskiptainnviðum og stækkun þjónustusvæðisins okkar, en öflugir innviðir eru einn okkar helstu styrkleikum. Aukin afkastageta fjarskiptanetsins okkar skilaði okkur auknum tekjum af sérlausnum á fyrirtækjamarkaði og við héldum áfram að beina athygli okkar að geðrækt og verkefnum sem tengjast félagslegri sjálfbærni, en það er mikilvægur hluti af okkar starfsemi að vera með viðskiptavinum okkar í liði í því að gæta að því að tæknin sé að gera gagn og gera lífið skemmtilegra.

Hvað liggur að baki 16 árum af ánægju? Fjarskiptamarkaðurinn er harður húsbóndi. Kröfurnar eru háar og Íslenska ánægjuvogin fer í saumana á öllu. En árangur okkar byggir ekki bara á því sem við bjóðum í dag, heldur á því hvernig við vinnum hlutina. Kröfur og þarfir viðskiptavina hafa breyst gríðarlega á 16 árum, vöru- og þjónustuframboðið hefur tekið stakkaskiptum en eitt hefur staðið óbreytt: trú okkar á að ánægt starfsfólk skili ánægðum viðskiptavinum.

Við hjá Nova leggjum metnað í að skapa kúltúr þar sem starfsmenn njóta sín og skína. Þegar okkur líður vel, þá skilar það sér beint til viðskiptavina okkar – og það sést.

Hvort sem það er á dansgólfinu í þjónustuverinu, við tæknibreytingar eða á öðrum sviðum, erum við öll hluti af þessum árangri. Við lifum og hrærumst í þjónustu, og Novakúltúrinn okkar – þessi sérstaka blanda af ástríðu, keppnisskapi gleði, starfsánægju og vilja til að gera betur í dag en í gær – er það sem gerir okkur að þeim krafti sem við erum.

Ánægjuvog 2024

Takk fyrir að vera með okkur í ferðalaginu og takk fyrir okkur. Við hlökkum til að halda áfram að dansa með ykkur og öllum okkar viðskiptavinum.

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO