Tvisvar á ári safnar Fjarskiptastofa upplýsingum frá skráðum fjarskiptafyrirtækjum hér á landi um ýmsar stærðir í rekstri og þjónustu á sviði fjarskipta. Upp úr þeim tölum vinnur stofnunin tölfræðiskýrslur sem sýna upplýsingar um helstu stærðir og skiptingu milli fyrirtækja á íslenska fjarskiptamarkaðinum sem er nú komin út fyrir allt árið 2022.
Fyrir okkur keppnisfólkið og fjarskiptanördana þá er þetta alltaf fróðleg lesning og segir mikið um stöðuna í leiknum. Við mælum með að þú kynnir þér alla skýrsluna hér en ef þú vilt bara fá það helsta og okkar rýni þá eru það í stórum dráttum þetta:
Markaðshlutdeild eykst:
- Markaðshlutdeild frá ári til árs bæði í farsíma og interneti eykst hjá Nova og er nú 33,3% á farsímaneti og 17,7% í internet.
Hlutdeild Nova í stækkun markaðar er góð:
- Farsímamarkaður stækkar um 24.700 kort á árinu 2022 og á Nova 44% af þeirri köku.
- Heildar internetmarkaður stækkar ekki eins mikið en þó um 2.364 tengingar, hlutdeild Nova í því er 2.006 tengingar.
- 82,2% heimila eru nú tengd ljósleiðara og fjölgaði ljósleiðaratengingum um 9.432 á árinu 2022 og var því hlutdeild Nova 22,6%
Til fróðleiks þá flokkum við farsímanet sem flakknet og internet sem fastnet sem tekjustofna.
Meðal annarra fróðlegra mola er að myndlyklum heldur áfram að fækka milli ára úr 84.798 í 79.968 lok ársins 2022. Notendum heldur áfram að fjölga á Nova TV. Kynntu þér Nova TV ef þú vilt segja bless við myndlykilinn!
Gagnamagn á farsímaneti heldur áfram að aukast og er Nova með yfirburði þegar horft er til gagnaflutninga. 58,5% alls gagnamagns á farsímaneti fer í gegnum fjarskiptakerfi Nova og ef horft er eingöngu til gagnaáskriftar þá er Nova með 84,3% hlutdeild í gagnamagni.
Þetta er sérlega áhugavert þegar horft er til fjölda viðskiptavina en markaðshlutdeild Nova í flakkneti er eins og kemur fram hér að ofan 33,3%. Okkar skýring á þessu er fyrst og fremst gæði kerfisins. Nova hefur byggt upp sterka innviði og uppbyggingu 5G miðar vel. Nú hafa þegar verið settir upp yfir 118 sendar hjá Nova. Gert er ráð fyrir að öll bæjarfélög með yfir 500 íbúa séu tengd 5G í lok þriðja ársfjórðungs en Nova hefur verið fremst í uppbyggingu 5G á Íslandi og er í dag með stærsta 5G þjónustusvæðið.
Nova – fyrirtæki ársins 2023!
Í síðustu viku fengum við viðurkenninguna FYRIRTÆKI ÁRSINS í stærstu vinnustaðarannsókn á Íslandi en 42 þúsund einstaklingar hjá um 700 fyrirtækjum taka þátt í þessari könnun. Nánar um rannsóknina hér.
Þetta er eitt af okkar lykilmarkmiðum og því einstaklega ánægjulegt að fá þessa viðurkenningu. Gömul klisja en engu að síður sönn þá er ánægja Nova liðsins forsenda fyrir góðum árangri og að við náum okkar lykilmarkmiðum.
Þetta er fjórða árið í röð sem við fáum þessa viðurkenningu en frá upphafi höfum við verið fyrirmyndarfyrirtæki. Við höldum gleðinni gangandi enda allir í Nova liðinu sem hlúa að markmiðinu okkar að búa til besta vinnustað í heimi!
Hluti af þjálfarateymi Nova tekur við viðurkenningunni FYRIRTÆKI ÁRSINS með Ragnari Erni Ingólfssyni formanni VR.