Baksviðs

18. jan 2024

Gleði­lega takk­ar­gjörð!

Gleðilega takkargjörð!

Í dag fögnum við og höldum gleðilega takkargjörðarhátíð!

Við erum stútfull af takklæti yfir því að eiga ánægðustu viðskiptavinina með heimanet og farsíma, 15. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar. Við erum afar stolt af því að vera eina fyrirtækið í sögu Íslensku ánægjuvogarinnar sem hefur unnið 15 ár í röð með marktækum mun og það gefur okkur byr undir báða vængi að gera alltaf betur á hverju ári og spýta í lófana.

Þetta er í 25. sinn sem ánægja íslenskra fyrirtækja er mæld og að þessu sinni voru 15 atvinnugreinar mældar og þær hafa aldrei verið fleiri.

Í heild lækkar fjarskiptamarkaðurinn örlítið á milli ára, en lækkun Nova er hlutfallslega minni í samanburði við lækkun meðaltalsins sem er gleðiefni.

anægjuvog

Upplifun var fókus ársins 2023 hjá Nova, en framfarir í tækninni búa til aðstæður þar sem við sáum tækifæri í að ráðast í ýmsar úrbætur á kerfum, þjónustu og hreinlega bara hvernig við nálgumst hlutina.

Það er því afar ánægjulegt að þessi vinna hafi orðið til þess að uppskeran sé sigur í Íslensku ánægjuvoginni. Því enn og aftur, við vitum það að slík viðurkenning er hvorki sjálfsögð né í áskrift og við tökum henni fagnandi á hverju ári.

En hvað liggur að baki eins og hálfs áratugar af ánægðustu viðskiptavinunum?

Samkeppnin á fjarskiptamarkaði er hörð, kröfurnar eru miklar, og könnunarferli Íslensku ánægjuvogarinnar mjög ítarlegt.

Í hverju felst velgengi af þessu tagi?

Það snýst nefnilega ekki bara um hvað við erum að bjóða viðskiptavinum okkar hverju sinni, því það er auðvitað síbreytilegt.

Framboðið, markaðurinn og kröfur viðskiptavina eru allt aðrar en þær voru fyrir 15 árum síðan. Það sem hefur hins vegar ekki breyst er okkar trú á því að ánægt starfsfólk skili sér í ánægðum viðskiptavinum og þar höfum við lagt allt okkar í sölurnar til að skara fram úr. Því í grunninn er þetta einfalt, ef við erum dugleg að huga að sjálfum okkur, þá er auðvelt að huga vel að öðrum.

anægjuvog2

Öll sem dansa hjá Nova eiga hlut í þessari viðurkenningu, sama hvar á dansgólfsinu þau stíga sporin. Þjónusta er nefnilega samnefnarinn í þessu öllu, sama hvort það sé að hjálpa viðskiptavinum okkar með hvað sem liggur þeim á hjarta eða bæta kerfin okkar, tæknina og upplifunina – sterkur Nova kúltúr, ástríða og starfsánægja skilar sér beint til viðskiptavina og keyrir áfram allt sem við gerum og á endanum beint í excelnum.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að því ánægðari sem viðskiptavinir fyrirtækis eru því betri afkomu getur fyrirtækið gert sér vonir um. Íslenska ánægjuvogin er stærsta ánægjurannsókn á Íslandi og er í eigu Stjórnvísi og sá Prósent um framkvæmd á Íslensku ánægjuvoginni. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO