Fjárfestadagur Startup SuperNova fer fram föstudaginn nk. Þar munu þau 10 teymi sem tekið hafa þátt í hraðlinum í sumar kynna sprotafyrirtæki sín fyrir fullum sal af fjárfestum og öðrum gestum.
Startup SuperNova er stökkpallur fyrir sprotafyrirtæki og vettvangur til tengslamyndunar við aðila í atvinnulífinu, reynda mentora og frumkvöðla sem hafa yfir að ráða þekkingu og reynslu á sprotaumhverfinu. Í ár hófst hraðallinn á þriggja daga Masterclass þar sem fjölmargir sérfræðingar, fagfólk og frumkvöðlar í íslensku atvinnulífi miðluðu þekkingu sinni og reynslu til 56 sprotafyrirtækja. Tíu af þeim fyrirtækjum voru svo valin til áframhaldandi þátttöku í Startup SuperNova.
Fyrirtæki sem valin voru í hraðalinn fengu fullbúna vinnuaðstöðu í hugmyndahúsinu Grósku í Vísindagörðum, fræðslu, þjálfun og ráðgjöf frá reyndum frumkvöðlum, fjárfestum og öðrum sérfræðingum auk stuðnings við að koma viðskiptahugmynd sinni á framfæri og efla tengslanetið.
Fáðu að vita allt um Startup SuperNova hér.