Framboð til stjórnar Nova
Aðalfundur Nova verður haldinn 30. mars 2023. Því óskum við eftir framboðum til stjórnar félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir framboðin og gerir í kjölfarið tillögu um frambjóðendur í stjórn. Tillögur nefndarinnar eru ráðgefandi við stjórnarkjör, ekki bindandi.
Sérstaklega er horft til reynslu á þessum sviðum:
Fjarskipti
Tækni
Markaðsmál
Nýsköpun
Stjórnarhættir
Framboðum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu framboðs og rökstuðningur um færni til að gegna starfinu. Farið er með öll framboð sem trúnaðarmál og listi yfir frambjóðendur verður ekki birtur.
Framboð sem hljóta eiga umfjöllun tilnefningarnefndar þurfa að berast fyrir 17. janúar 2023.
Nefndin áskilur sér rétt til að fjalla um framboð sem berast síðar.
Almennum framboðsfresti til stjórnar lýkur fimm sólarhringum fyrir aðalfund eða 25. mars kl. 16:00. Starfsemi tilnefningarnefndar takmarkar ekki heimild frambjóðenda til að skila inn framboðum til stjórnar fram að því tímamarki.
Framboðum skal skilað á netfangið [email protected].
Tillaga nefndarinnar að tilnefningu frambjóðenda til stjórnarsetu verður kynnt þremur vikum fyrir aðalfund, með tillögum stjórnar til fundarins.
Hægt er að nálgast framboðseyðublað á fjárfestasíðu félagins.
Nova er eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins og hefur frá upphafi lagt áherslu á framsækna fyrirtækjamenningu með framúrskarandi starfsfólki. Í Nova liðinu eru 156 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita góða þjónustu og hlúa að ánægju viðskiptavina, auk þess að vera í forystu í tæknibreytingum og innleiðingu á nýjustu tækni í fjarskiptum. Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið og er nú komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi
Við leggjum gríðarlega áherslu á sterka liðsheild! Þannig að ef þú ert hress og lífsglöð manneskja sem vilt umgangast glás af lífsglöðu hæfileikafólki, vaxa og dafna í spennandi umhverfi, þá viljum við endilega fá þig í Nova liðið!
Kynntu þér allt um Nova og Nova liðið hér