Dansgólfið

16. jan 2025

Takk fyrir okkur í sextán ár!

Takk fyrir okkur í sextán ár!

Í dag tökum við smá stund til að segja takk. Mjög oft. Takk, takk, takk, takk, takk fyrir okkur.

Það er ekki sjálfsagt að eiga ánægðustu viðskiptavinina, og hvað þá 16 ár í röð. Við erum endalaust takklát og stolt yfir því að eiga ánægðustu viðskiptavinina á netinu, 16. árið í röð samkvæmt niðurstöðum Íslensku ánægjuvogarinnar. Nova er eina fyrirtækið í sögu Íslensku ánægjuvogarinnar sem hefur unnið 16 ár í röð með marktækum mun og það gefur okkur meiri vilja og kraft til þess að gera meira og betur.

Það er því afar ánægjulegt að sjá árangurinn í Íslensku ánægjuvoginni vitandi það að þessi viðurkenning er hvorki sjálfsögð né í áskrift - árangur sem slíkur inniheldur þrotlausa vinnu, samheldni, keppnisskap, gleði og toppþjónustu. Við setjum viðskiptavini okkar alltaf í fyrsta sæti og vinnum stöðugt að því að gera betur. Við tökum því þessari viðurkenningu fagnandi með konfettí, húrrahrópum og partýi!

Fjarskiptamarkaðurinn er harður húsbóndi. Kröfurnar eru háar, og Íslenska ánægjuvogin fer í saumana á öllu. En árangur okkar byggir ekki bara á því sem við bjóðum í dag, heldur á því hvernig við vinnum hlutina. Kröfur og þarfir viðskiptavina hafa breyst gríðarlega á 16 árum, vöru- og þjónustuframboðið hefur tekið stakkaskiptnum en eitt hefur staðið óbreytt: trú okkar á að ánægt starfsfólk skili ánægðum viðskiptavinum.

Við viljum heyra frá þér - Ef þú hefur ábendingar eða hugmyndir um hvernig við hjá Nova getum gert betur, hvetjum við þig til að hafa samband við okkur á netspjallinu því saman getum við gert gott betra og toppað okkur ár eftir ár!

Viðskiptavinir Nova fá alltaf besta dílinn og fríðindaklúbburinn FyrirÞig er sannkölluð Mekka fríðinda fyrir þau sem vilja fá mest fyrir peninginn. Þar má finna alls konar gómsæt og ögrandi 2F1 tilboð, FríttStöff, MatarKlipp, KaffiKlipp, SkoppiKlipp og BíóKlipp – sannkölluð veisla af fríðindum!

Við bjóðum öll velkomin á Stærsta skemmtistað í heimi og í hóp ánægðustu viðskiptavina á Íslandi!

Íslenska ánægjuvogin er félag í eigu Stjórnvísi og er framkvæmd í höndum Prósent rannsókna. Ánægjuvogin er ein yfirgripsmesta og marktækasta mælingin á ánægju viðskiptavina en einnig öðrum þáttum sem hafa áhrif á hana s.s. ímynd, mat á gæðum og tryggð viðskiptavina. Nánari upplýsingar um Íslensku Ánægjuvogina má finna á stjornvisi.is

Mynd af Margrét Tryggvadóttir
Margrét Tryggvadóttir
Skemmtanastjóri / CEO